Fréttir

Kristján Þór kynnti tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti í ríkisstjórn í gær landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, Ræktum Ísland! Þetta er í fyrsta sinn sem mótuð er slík heildarstefna fyrir Ísland.
Lesa meira

Bretar kynna sér norðlenska matarhefð

Síðustu daga hefur hópur Breta verið á ferðalagi um Norðurland til að kynnast matargerð, framleiðslu og öðru sem tengist mat í norðlenskri ferðaþjónustu. Hópurinn samanstendur af fagfólki í ferðaþjónustu sem tengist matarupplifun og fengu þau einnig að kynnast menningu og sögu landshlutans.
Lesa meira

Þrjár nýjar hleðslustöðvar á Akureyri

Fallorka opnaði nýlega þrjár 2x22 kW hleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru þær fyrstu sem Fallorka opnar með greiðslulausn Ísorku. Til að nota stöðvarnar þarf annaðhvort að greiða með appi Ísorku í snjallsíma eða greiðslulykli þeirra. Hér eru nánari upplýsingar um appið.
Lesa meira

Fjölbreyttar og vel heppnaðar listasmiðjur

Hannyrðapönk, hljóðlist og kakósmakk var meðal þess sem þátttakendur í listasmiðjum sumarsins fengu að kynnast. Boðið var upp á fjölbreyttar listasmiðjur í tengslum við Listasumar á Akureyri og er óhætt að segja að þær hafi slegið í gegn en í sumum tilvikum komust færri að en vildu.
Lesa meira

Könnun meðal drengja á miðstigi á Akureyri

Norðurorka sá ástæðu til að styrkja undirritaða til að kanna stöðu drengja í skólum á Akureyri. Þakka þeim. Um 200 drengir tóku þátt í könnuninni og fá þeir mínar bestu þakkir. Ég þakka stjórnendum skólanna sem ég heimsótti sem og kennurunum.
Lesa meira

Sigurður Illugason er listamaður Norðurþings 2021

Listamaður Norðurþings 2021 er Sigurður Helgi Illugason, leikari og tónlistarmaður. Sigurður, eða Siggi Illuga eins og hann er best þekktur, ólst upp í Reykjadal til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Akureyrar til að læra málaraiðn og kynntist þar konu sinni Guðrúnu Sigríði Gunnarsdóttur. Sigurður flutti til Húsavíkur árið 1981 til að spila fótbolta með Völsungi og hefur verið áberandi í samfélaginu síðan. Tónlist og leiklist hafa verið viðloðandi allt hans líf en hann byrjaði að spila á dansleikjum með föður sínu 14 ára gamall. Hann söng um tíma með karlakórnum Hreim og hefur verið í mörgum hljómsveitum, meðal annars Túpílökum sem hafa gefið út tvær plötur.
Lesa meira

Leikskóladeild á Iðavelli lokað vegna Covid-19

Þrjú börn á einni deild leikskólans Iðavallar hafa greinst með Covid-19. Deildinni hefur því verið lokað út þessa viku og börn og starfsfólk á deildinni fara í sóttkví. Enginn starfsmaður hefur greinst smitaður.
Lesa meira

Orð og efndir

Málefni öryrkja og aldraðra þarf að laga í heild sinni. Það þýðir ekki fyrir stjórnmálaflokka að setja þessi mál í stefnuskrá sína fyrir alþingiskosningar og gleyma þeim svo þegar komið er í ríkisstjórn og viðurkenna ekki þegar á reynir að bæta þurfi kjör þessa fólks.
Lesa meira

„Metnaður til að gera enn betur“

Björgvin Ingi Pétursson tók á dögunum við starfi forstöðumanns Húsavíkurstofu. Hann er viðskiptafræðingur með master í markaðsfræðum og á að baki fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu. Vikublaðið heimsótti Björgvin í vikunni og ræddi við hann um allt frá pönki til fótbolta. Þá segir Björgvin frá því hvernig það kom til að hann flutti til Húsavíkur. Björgvin er fæddur á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan suður um heiðar og kom sér fyrir í Mosfellsbæ. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo í Hafnarfjörð þar sem ég hef búið mest alla tíð síðan,“ segir hann.
Lesa meira

Þakklátur fyrir lífið og góðu heilsu

Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grenivík fagnaði 60 ára afmæli á dögunum. Þröstur hefur verið sveitarstjóri í sjö ár og kann vel við sig í Grýtubakkahreppi. Vikublaðið fékk hina hliðina af Þresti sem er Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira