13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
„Vildum gera eitthvað til að gleðja okkar allra besta fólk“
Bræðurnir Aðalgeir Sævar og Jón Hermann Óskarssynir reka fjölskyldufyrirtækið Fish and Chips á Húsavík. Fyrirtækið hefur frá opnun árið 2010 komið færandi hendi á Hvamm, dvalarheimili aldraðra og gefið öllum íbúum fisk og franskar einu sinni á ári. Íbúar eru himinlifandi með hádegisveisluna.
Blaðamaður hitti Aðalgeir við Hvamm í gær þar sem hann var að bera inn kræsingarnar og íbúar tóku hraustlega til matar síns.
Þetta var hugmynd sem Jón kom með á sínum tíma. Við vildum gera eitthvað til að gleðja okkar allra besta fólk,“ sagði Aðalgeir og bætir við að það sé gefandi að gefa.
„Við vissum í rauninni ekkert hvernig þessu yrði tekið en íbúar Hvamms tóku þessu afskaplega vel þannig að við höfum haldið þessu áfram. Enda finnst okkur gaman að gleðja þetta frábæra fólk,“ segir hann.