Fréttir

Benedikt búálfur snýr aftur

Lesa meira

Nýr forstöðumaður ráðinn til Húsavíkurstofu

Stjórn Húsavíkurstofu hefur undirritað ráðningarsamning við nýjan forstöðumann, hann Björgvin Inga Pétursson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsavíkurstofu.
Lesa meira

Garðvík kærir Norðurþing fyrir að semja við Bæjarprýði

Skipulags og framkvæmdaráð Norðurþings lagði fram til kynningar á fundi sínum í gær bréf frá Kærunefnd Útboðsmála vegna kæru Garðvíkur ehf. Kæran byggist á ákvörðun sveitarfélagsins um að ganga til samninga við fyrirtækið Bæjarprýði ehf. um viðgerðir á hellulögnum, hellulögn og kantsteinslögn neðan Naustsins, við Ásgarðsveg og viðgerðir á kantsteinum sem og gerð niðurtekta víðar um bæinn.
Lesa meira

Karl Eskil ráðinn til í að stýra miðlum Samherja

Lesa meira

„Seinnipartur sumars skemmtilegur tími til matargerðar“

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Gunna), matartæknir, og Garðar Hólm Stefánsson, matreiðslumeistari hafa umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Gunna er fædd í Reykjavík en flutti sem barn í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hún ólst upp. Garðar er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Við hjónin höfum búið á Akureyri alla okkar búskapartíð. Við eigun þrjár dætur, allar vel giftar, og fjögur barnabörn. Við vinnum bæði í mötuneyti heimavistar MA/VMA og höfum gert í mörg ár. Seinnipartur sumars finnst okkur skemmtilegur tími til matargerðar því þá er svo mikið úrval af nýju íslensku grænmeti sem við notum mikið á okkar heimili. Eplakakan er einföld og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Hún er oft höfð í matarboðum hjá okkur. Einnig eru ýmiskonar grænmetis- eða vegan réttir vinsælir á okkar borðum,“ segja þau hjónin.
Lesa meira

Stefnir í hitamet í ágúst á Akureyri

Lesa meira

Strandið á Rifstanga 1968 rifjað upp

Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands. Einar M. Jóhannesson á Húsavík keypti farminn og náði að koma honum í land að hluta til með öðrum bát en einnig með snjósleðum eftir að hafís umkringdi skipið. Farmurinn var síðan seldur til Englands og Írlands. Hans Sif náðist á flot 26. júní 1968 og var í kjölfarið selt aftur til fyrri eiganda.
Lesa meira

Svæfingar í þingsal

Lesa meira

„Tilfinningin er sú að sumarið hafi farið langt fram úr björtustu vonum“

Ferðasumarið á Norðurlandi hefur farið fram úr björtustu vonum þrátt fyrir erfiðar aðstæður að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
Lesa meira

Smit í Giljaskóla og starfsfólk og nemendur í sóttkví

Lesa meira