Oddfellow styrkir Jólaaðstoð myndarlega

Sigríður M. Jóhannsdóttir, formaður Velferðarsjóðsins, Elín Kjaran foringi í Hjálpræðishernum, Örn S…
Sigríður M. Jóhannsdóttir, formaður Velferðarsjóðsins, Elín Kjaran foringi í Hjálpræðishernum, Örn Stefánsson og Anna Þóra Baldursdóttir frá Oddfellow við afhendingu styrksins.

Anna Þóra Baldursdóttir yfirmeistari Rebekkustúkunnar nr.2 Auðar og Örn Stefánsson yfirmeistari Bræðrastúkunnar nr. 2 Sjafnar á Akureyri afhentu Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjafjarðar styrk að upphæð 3,300.000 krónur.

Fimm Oddfellowstúkur eru á Akureyri og sameinuðust þær um þessa myndarlegu styrkveitingu. Í fyrra styrktu Oddfellowstúkurnar á Akureyri Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar einnig með veglegri fjárupphæð.

Á móti styrknum tóku Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd og formaður Velferðarsjóðsins, og Elín Kjaran foringi í Hjálpræðishernum.

Nýjast