Birkir Blær kom sá og sigraði

Birkir Blær Óðinsson. Mynd: Tv4 Idol/skjáskot instagram
Birkir Blær Óðinsson. Mynd: Tv4 Idol/skjáskot instagram

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri sigraði rétt í þessu í sænsku Idol söngvakeppninni sem sýnd var á Tv4. Birkir og sænska stúlkan Jacqline Mossberg Mounkassa kepptu til úrslita í kvöld og sungu þau hvort um sig þrjú lög.

Birkir Blær flutti  All I Ask sem breska söngkonan Adele gerði frægt, James Brown lagið It's A Man's Man's Mans' World, en Birkir hafði flutt það áður í keppninni með miklum glæsibrag. Bæði sungu þau svo Weightless, en það er lag sem samið var sérstaklega fyrir keppnina.

Birkir Blær vakti að venju mikla hrifningu dómaranna og greinilega líka þeirra sem heima sátu og kusu í símakosningunni.

Við óskum Birki Blæ að sjálfsögðu innilega til hamingju með sigurinn.

Nýjast