Fréttir

Hólfaskipting tekin upp í Hlíðarfjalli

Sökum fjölda smita vegna Covid-19 undanfarið hefur verið brugðið á það ráð að taka upp hólfaskiptingu í Hlíðarfjalli á  föstudögum, laugardögum og sunnudögum, fyrri og seinnipart. Opnunartími hefur jafnframt verið lengdur þessa daga.

Lesa meira

Hólfaskipting tekin upp í Hlíðarfjalli

Sökum fjölda smita vegna Covid-19 undanfarið hefur verið brugðið á það ráð að taka upp hólfaskiptingu í Hlíðarfjalli á  föstudögum, laugardögum og sunnudögum, fyrri og seinnipart. Opnunartími hefur jafnframt verið lengdur þessa daga.

Lesa meira

Boðað til íbúafunda vegna sameiningar

Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefur boðað til samráðsfunda um fyrirhugaða sameiningu sveitarfélaganna sem kjósa á um í lok mars næstkomandi. Markmið fundanna er að kynna verkefnið fram undan, heyra sjónarmið íbúa og fá fram spurningar, áður en lengra er haldið.

Lesa meira

Vonast eftir brotthvarfi veirunnar

Stefán Pétur er verkefnastjóri Hraðsins Nýsköpunarmiðstöðvar Húsavíkur og Fab Lab Húsavíkur sem fellur undir nýsköpunarsvið Þekkingarnets Þingeyinga. Stefán sér um daglegan rekstur Hraðsins og Fab Lab Húsaví, tekur á móti almenningi, fyrirtækjum og frumkvöðlum, veitir ráðgjöf í hönnun og nýsköpun. Vikublaðið spurði hann um hvað hafi staðið upp úr á nýju ári og um væntingar til ársins sem nú er gegnið í garð.

Lesa meira

Ásrún Ýr sækist eftir oddvitasæti Vinstri grænna

„Ég hef gegnt ýmsum störfum fyrir VG bæði innan sveitarfélagsins og á landsvísu. Á líðandi kjörtímabili hef ég setið fyrir hönd VG í frístundaráði og núna hinu nýja sameinaða fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrarbæjar. Ég hef einnig setið sem varaformaður svæðisfélags VG Akureyrar og nágrennis síðustu fimm ár,“ segir Ásrún Ýr í tilkynningu

Lesa meira

Jana Salóme vill leiða lista Vinstri grænna

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til að leiða lista VG á Akureyri fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 14 maí nk. Bæjarfulltrúi flokksins frá 2014, Sóley Björk Stefánsdóttir, gefur ekki kost á sér í oddvitasætið áfram.

Lesa meira

„Eru þeir loksins búnir að átta sig á því að konur eru til og geta gert hluti?“

Aldey Unnar Traustadóttir fer yfir það sem stóð upp úr hjá henni á nýliðnu ári en hún steig óvænt inn á svið stjórnmálanna á síðasta ári þegar hún tók sæti í sveitarstjórn Norðurþings  fyrir V-lista í sveitarstjórn og  varð jafnframt forseti sveitarstjórnar. Hún skipulagði Druslugönguna á Húsavík ásamt systrum sínum en Aldey brennur heitt fyrir jafnréttismálum. Aldey ætlar að halda áfram að vera samkvæm sjálfri sér árið 2022 sem endranær og ber væntingar til þess að jákvæðar breytingar til betra samfélags haldi áfram.

Lesa meira

Hljóp 160 sinnum upp á Húsavíkurfjall

Hólmgeir Rúnar Hreinsson er grjótharður Þistilfirðingursem starfar sem trésmiður hjá Trésmiðjunni Rein á Húsavík þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir liðlega ári síðan strengdi hann óvenjuleg áramótaheit. Hólmgeir hét því að hlaupa 100 ferðir upp á Húsavíkurfjall og til baka á árinu sem nú er nýliðið. Eins og sönnum Þistilfirðingi sæmir er Hólmgeir þverari en færustu forystusauðir sveitarinnar og kom því aldrei annað til greina en að standa við orðin stóru.

Húsavíkurfjall

Svona var umhorfs við útsýnisskífuna á toppi Húsavíkurfjalls þegar Hólmgeir hljóp síðustu ferðina upp á toppinn á árinu 2021.

 Það gerði Hólmger svo sannarlega því þegar blaðamaður settist niður með honum yfir rjúkandi kaffibolla á nýja árinu, þá hafði hann lokið við að hlaupa 160 ferðir upp á Húsavíkurfjall árið 2021 og fór létt með það enda var hann búinn að standa við orð sín í byrjun ágúst en þá voru komnar 100 ferðir.

 Kann ekki við malbikið

Hólmgeir sem er 42 ára stundar utanvegahlaup af miklu kappi og hefur gert það síðan 2012 þegar hlaupabakterían smitaðist yfir á hann. „Þá var ég orðinn vel þungur. Ég byrjaði fyrst á því að hjóla duglega en svo tóku hlaupin við þegar fór að snjóa meira. Hlaupin hafa alla tíð síðan verið viðloðandi mig þó ég hafi tekið pásur inn á milli. Og alltaf verið mest í utanvegahlaupum. Ég hef engan áhuga á að vera hlaupa eftir malbiki,“ segir Hólmgeir ákveðið og bætir við að ástæðan fyrir því að hann hafi byrjað að hlaupa hafi einfaldlega verið til að komast í betra form en hann var í.

„Það stefndi óðfluga í þriggja stafa tölu á vigtinni og kominn tími til að gera eitthvað í því. Annars hef ég aldrei pælt mikið í fæðinu, það er kannski helst það sem maður er að klikka á.“

Aðspurður hvað hafi drifið hann áfram í að strengja þessi óvenjulega áramótaheit svaraði Hólmgeir því til að hann hafi einfaldlega viljað ögra sér aðeins og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni en hann er mikil útivistarmanneskja. 

Lesa meira

Þurfum að halda áfram að vera stórhuga

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri fer yfir árið sem var að líða og þó að áskoranir hafi verið margar þá telur hún að margt jákvætt hafi gerst á nýliðu ári. Hún horfir björtum augum á komandi ár og finnst gott að sjá þann kraft sem býr í samfélaginu á Akureyri.


 Ég vil alltaf horfa á björtu hliðarnar en óneitanlega reyndist árið 2021 okkur ansi þungt í skauti. Mig langar til að segja að það hafi verið seinna Covid-árið með von um að þau verði ekki fleiri og þessu linni brátt en það verður tíminn bara að leiða í ljós. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst okkur hjá Akureyrarbæ að halda vel sjó og það er fyrst og fremst frábæru starfsfólki að þakka.

Margt jákvætt hefur gerst á liðnu ári. Nýr og glæsilegur leikskóli, Klappir, var tekinn í notkun, nýtt aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva var vígt, fyrri hluta endurbóta á Lundarskóla var lokið og svo mætti áfram telja. Vegna heimsfaraldurs, styttingar vinnuvikunnar, kjarasamningshækkana og fleiri þátta, hefur sigið heldur á ógæfuhliðina í rekstri sveitarfélagsins en allar áætlanir gera hins vegar ráð fyrir að við réttum fljótt og örugglega aftur úr kútnum.

Ungt afreksfólk stendur sig með prýði

Svona heilt yfir þá finnst mér að árið 2021 hafi þrátt fyrir allt verið nokkuð gott. Það er gaman að sjá þann mikla kraft sem býr í samfélaginu okkar og sérstaklega finnst mér gaman að sjá ungt afreksfólk standa sig með stakri prýði, hvort heldur sem er í íþróttum eða menningu. Of langt mál yrði að telja alla upp sem eiga það þó skilið en að öðrum ólöstuðum langar mig að nefna tónlistarmanninn Birki Blæ, Aldísi Köru Bergsdóttur í listhlaupi á skautum, fimleikakappana Gísla Má og Jóhann Gunnar, og allar KA/Þór-stelpurnar í handbolta. Það er gott að alast upp á Akureyri, tækifærin til menntunar og félagsstarfs eru svo fjölbreytt.

Og fyrst minnst er á unga fólkið þá vil ég segja að í einkalífinu ber einna hæst þá einlægu gleði sem fylgir því að sjá börnin mín vaxa úr grasi og að hafa eignast nöfnu, hana Ásthildi Báru sem systir mín og sambýlismaður hennar eignuðust á árinu.

Lesa meira

Brýnt að uppræta skömm fyrir því að leita sér hjálpar

Píeta samtökin á Akureyri stefna á að  fjölga ráðgjöfum með vorinu

Lesa meira