Fréttir

„Það eru allir flokkar í vandræðum með að stilla á lista“

Þá er ár sveitarstjórnarkosninga gengið í garð en þann 14. maí nk. gefst fólki kostur á að kjósa sér fulltrúa til að fara með stjórnartaumana í sínum sveitarfélögum næstu fjögur árin.

Vikublaðið spáir í spilin fram að kosningum og hitar upp fyrir þessa lýðræðishátíð sveitarfélaganna fram að kosningum.

Oddur Helgi Halldórsson, fyrrum bæjarfulltrúi og stofnandi L-listans á Akureyri ræddi við Vikublaðið á dögunum en honum þykir áhugi á sveitarstjórnapólitík hafa dvínað mikið með árunum.

Það eru um  24 ár síðan L- listinn var stofnaður og hefur flokkurinn allar götur síðan átt fulltrúa í bæjarstjórn. Árið 2010 var sögulegt en þá fékk L-listinn hreinan meirihluta eða sex fulltrúa í bæjarstjórn á Akureyri.

 Ekki í framboð

Odd­ur Helgi var á kafi í bæjarpólitíkinni í 20 ár áður en hann hætti árið 2014, fyrstu þrjú sem varamaður fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn og eitt sem aðalmaður. Eftir stofnun L-listans 1998 var hann bæj­ar­full­trúi í hans nafni þar til hann hætti 16 árum síðar.

Þrátt fyrir að vera ekki lengur kjörinn fulltrúi í bæjarpólitíkinni hefur Oddur Helgi síður en svo hætt að hafa skoðanir á henni en aðspurður segir hann að hann hugi ekki að framboðið í maí. „Ég var nú í þessu í 20 ár, þannig að ég á ekki von á því,“ segir hann glettinn.

Áhugaleysi í bæjarmálunum

Þegar talið berst að bæjarpólitíkinni eins og hún horfir við honum í dag segir Oddur Helgi að almennt áhugaleysi sé einkennandi fyrir stöðuna í dag. „Það hefur enginn áhuga á bæjarmálunum lengur. Þegar ég var í þessu var það áhuginn sem dreif mann áfram. Núna virðist enginn áhugi vera og þeir sem eru á annað borð í þessu virðast vera að þessu frekar af því að þeir eru neyddir í þetta frekar en hitt. Menn virðast bara ekki vera tilbúnir að gefa vinnuna sína eins og við gerðum. Það vill enginn taka þetta að sér lengur,“ segir hann íbygginn.

Lesa meira

Safna hugmyndum um nafn á nýtt sveitarfélag

Á fundi Undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, þann 12. janúar sl., var ákveðið að hefja ferli við val á heiti sameinaðs sveitarfélags. Ákveðið var að fram fari rafræn hugmyndasöfnun þar sem öllum gefst kostur á að senda inn tillögur að heiti nýs sveitarfélags. Jafnframt verði hugmyndum safnað meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna. Í framhaldinu fari fram rafræn skoðanakönnun sem verði leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun samkvæmt lögum.

Lesa meira

Lítur á sig sem Akureyring og skoðar málnotkun unglinga á samfélagsmiðlum

Finnur Friðriksson er vísindamaður mánaðarins

Lesa meira

Konur í fyrsta sinn með hærri dagvinnulaun en karlar

Heildarlaun Einingarfélaga 545 þúsund krónur að meðaltali i fyrra

Lesa meira

Vinstri grænir telja verkstjórn sveitarstjóra í Norðurþingi ábótavant

Á fundi félaga V-lista VG og óháðra í Norðurþingi sem fram fór í gær, var lögð fram bókun þar sem áhyggjum er lýst af gangi mála í sveitarstjórn Norðurþings. Í bókuninni er sett út á forgangsröðun tíma og verkefna við verkstjórn sveitarstjóra

Lesa meira

Hlakkar til samstarfsins á Akureyri

Christina Goethel ólst upp á Solomons-eyju í Maryland í Bandaríkjunum. Hún varði doktorsritgerð sína í vistfræði sjávarbotndýra í fyrra við University of Maryland Center for Environmental Science in Marine and Estuarine Environmental Science og hefur undanfarin 8 ár unnið við rannsóknir tengdar áhrifum umhverfisþátta (s.s. ísþekju, sjávarhita og sýrustigs sjávar) á stofnstærð og -dreifingu samlokuskelja í norðanverðu Kyrrahafi, þ.e. undan ströndum Alaska.

Lesa meira

Heildarmagn sorps á íbúa aukist um 100 tonn á þremur árum

Ef heildarmagn sorps pr. íbúa er skoðað kemur í ljós að á árinu 2020 er það minnst hjá íbúum Skútustaðahrepps, 114, 4 kg. en mest hjá íbúum Norðurþins, 181 kg

Lesa meira

Ríflega 1200 börn á aldrinum 5 til 11 ára bólusett á Akureyri

Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára fóru fram á Slökkvistöðinni á Akureyri í gær og fyrradag .

Lesa meira

„Við reynum alltaf að vera lausnamiðuð“

- Segir Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri um daglegar áskoranir vegna Covid

Lesa meira

Unnið að því að ákveða framtíðarnot fasteignanna

Húseignir Eikar fasteignafélags við Lónsbakka

Lesa meira