„Það var tekið vel á móti manni og allir eru til í að hjálpa“
Brynjar Ingi Bjarnason, atvinnumaður í fótbolta á Ítalíu
Brynjar Ingi Bjarnason, atvinnumaður í fótbolta á Ítalíu
Það má segja að Ingibjörg Reynisdóttir hafi marga titla en hún er meðal annars rithöfundur, leikkona, handritshöfundur og fótaaðgerðafræðingur. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum í Reykjavík og hefur ekki flutt úr hverfinu síðan, fyrir utan nokkra ára búsetu í Danmörku fyrir aldamót. Hún býr með manninum sínum Óskari Gunnarssyni og syni sínum Reyni Óskarssyni. Ingibjörg er oftast með mörg járn í eldinum en hún skrifaði meðal annars bókina Gísli á Uppsölum sem var metsölubókin árið 2012. Ingibjörg er jólabarn en við fáum aðeins að skyggnast inn í líf hennar hvað varðar jólin.
Undanfarin ár hefur það orðið sífellt vinsælla að fólk ferðist til útlanda um jólin. Virðist vera sem margir séu sólarþyrstir og eru staðir á borð við Tenerife mjög vinsælir áfangastaðir. Fjölmiðlamaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er oftast kallaður, rekur ferðaskrifstofu á Tenerife og segir hann að um 4.000 miðar séu seldir til Tenerife um jólin frá Íslandi.
Bresku feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjölmörgu sem heimsóttu Laugalandsskóg til að höggva sitt eigið jólatré.
Anna Örvarsson ólst upp í úthverfi Washington DC en settist að á Akureyri fyrir 6 árum með manninum sínum, tónskáldinu Atla Örvarssyni. Anna er bæði mannfræðingur og hönnuður að mennt og hefur hún starfað á sviði innanhúshönnunar í Los Angeles síðustu 15 ár.
-segir Hulda Bryndís Tryggvadóttir, handknattleikskona í KA/Þór
Vikublaðið óskar öllum Norðlendingum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er senn á enda.
Það er ekki óalgengt að fólk úr landsbyggðinni flykkist suður í nám eða til að elta drauma sína í „Borg óttans“ og þrátt fyrir að hafa búið fyrir sunnan í einhvern tíma þá verður Akureyri alltaf „heima“ fyrir suma, en við spurðum nokkra unga og áhugaverða Norðlendinga sem fluttu suður á svipuðum tíma hvað þau eru að gera fyrir sunnan, jólahefðirnar þeirra og hvað þau sakna mest við heimabyggðina sína.
Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun tekjujöfnunarframlags, útgjaldajöfnunarframlags og framlags vegna tekjutaps fasteignaskatts fyrir árið 2021. Þá hefur ráðherra samþykkt tillögur um útgjaldajöfnunarframlög fyrir árið 2022 og úthlutun framlaga vegna nemenda sem þurfa að sækja tónlistarskóla utan síns sveitarfélags fyrir skólaárið 2021-2022.