Þurfum að halda áfram að vera stórhuga

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst okkur hjá Akureyrarbæ að halda vel sjó og það er fyrst og fremst…
„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst okkur hjá Akureyrarbæ að halda vel sjó og það er fyrst og fremst frábæru starfsfólki að þakka,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri fer yfir árið sem var að líða og þó að áskoranir hafi verið margar þá telur hún að margt jákvætt hafi gerst á nýliðu ári. Hún horfir björtum augum á komandi ár og finnst gott að sjá þann kraft sem býr í samfélaginu á Akureyri.


 Ég vil alltaf horfa á björtu hliðarnar en óneitanlega reyndist árið 2021 okkur ansi þungt í skauti. Mig langar til að segja að það hafi verið seinna Covid-árið með von um að þau verði ekki fleiri og þessu linni brátt en það verður tíminn bara að leiða í ljós. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst okkur hjá Akureyrarbæ að halda vel sjó og það er fyrst og fremst frábæru starfsfólki að þakka.

Margt jákvætt hefur gerst á liðnu ári. Nýr og glæsilegur leikskóli, Klappir, var tekinn í notkun, nýtt aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva var vígt, fyrri hluta endurbóta á Lundarskóla var lokið og svo mætti áfram telja. Vegna heimsfaraldurs, styttingar vinnuvikunnar, kjarasamningshækkana og fleiri þátta, hefur sigið heldur á ógæfuhliðina í rekstri sveitarfélagsins en allar áætlanir gera hins vegar ráð fyrir að við réttum fljótt og örugglega aftur úr kútnum.

Ungt afreksfólk stendur sig með prýði

Svona heilt yfir þá finnst mér að árið 2021 hafi þrátt fyrir allt verið nokkuð gott. Það er gaman að sjá þann mikla kraft sem býr í samfélaginu okkar og sérstaklega finnst mér gaman að sjá ungt afreksfólk standa sig með stakri prýði, hvort heldur sem er í íþróttum eða menningu. Of langt mál yrði að telja alla upp sem eiga það þó skilið en að öðrum ólöstuðum langar mig að nefna tónlistarmanninn Birki Blæ, Aldísi Köru Bergsdóttur í listhlaupi á skautum, fimleikakappana Gísla Má og Jóhann Gunnar, og allar KA/Þór-stelpurnar í handbolta. Það er gott að alast upp á Akureyri, tækifærin til menntunar og félagsstarfs eru svo fjölbreytt.

Og fyrst minnst er á unga fólkið þá vil ég segja að í einkalífinu ber einna hæst þá einlægu gleði sem fylgir því að sjá börnin mín vaxa úr grasi og að hafa eignast nöfnu, hana Ásthildi Báru sem systir mín og sambýlismaður hennar eignuðust á árinu.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast