Vísindafólk í HA fær 31 milljón í rannsóknarstyrki
Stjórn Rannsóknarsjóðs (Rannís) tilkynnti um úthlutun styrkja til nýrra rannsóknarverkefna fyrir árið 2022 fyrir helgi
Stjórn Rannsóknarsjóðs (Rannís) tilkynnti um úthlutun styrkja til nýrra rannsóknarverkefna fyrir árið 2022 fyrir helgi
Skipulagslýsing vegna breytinga á skipulagi svæðis við Spítalaveg og Tónatröð hefur verið í kynningu frá 15. desember. Í síðustu viku, 12. janúar, rann út frestur til að senda inn ábendingar um skipulagslýsinguna
Í desember 2021 samþykktu sveitarstjórnir Langanes-byggðar og Svalbarðshrepps að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna.
„Nú mun nýr kafli taka við, þar sem ég hef ákveðið að sækjast hvorki eftir því að gegna starfi sveitarstjóra að afloknum sveitarstjórnarkosningum í vor, né bjóða mig fram til setu í sveitarstjórn,“
Unnið er að uppsetningu nýrra skilta og merkinga í miðbæ Akureyrar í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum. Skilti með upplýsingum um bílastæðaklukkur hafa hins vegar verið fjarlægð og er slíkt fyrirkomulag þar með ekki lengur í gildi
„Við skoðum alla möguleika sem fyrir hendi eru með stækkun á Lónsbakkahverfinu,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit
Stjórn E-listans í Norðurþingi fundaði í gær og sendi í kjölfarið frá sér bókun þar sem áhyggjum er lýst yfir verkstjórn sveitarstjóra og störfum meirihlutans. Þetta er í annað sinn sem Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri fær slíka vantraustsyfirlýsingu. Kristján Þór er einnig er oddviti Sjálfstæðisflokks en fyrir helgi var það V-listinn, samstarfsflokkur í meirihluta sem lét bóka að verkstjórn sveitarstjórans væri ábótavant.
Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins
„Það lítur allt þokkalega út og við erum bjartsýn og spennt fyrir nýju ári að því gefnu auðvitað að ekki komi upp enn frekari óvæntar hindranir vegna kórónuveiru,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar . Bókanir fyrir árið séu góðar og margt sem vinni með Íslandi á þessum tímum. Góður viðsnúningur varð á rekstri bílaleigunnar þegar leið á árið 2021, eftir afleitt ár þar á undan.
Steingrímur segir margt vinna með Íslandi þegar kemur að ferðaþjónustu. Flug til landsins sé fremur stutt, landið almennt öruggt og ferðmenn sæki í að upplifa náttúru og víðerni í stað þess að heimsækja yfirfullar stórborgir. „Það er hægt að merkja við okkur í nánast öll box hvað markaðsrannsóknir varðar, og við erum hóflega bjartsýn á að ferðaþjónusta sæki jafnt og þétt í sig veðrið eftir því sem líður á árið,“ segir hann.
Liðið ár var sérstakt að sögn Steingríms, en síðsumars fóru hjólin að snúast og voru síðustu mánuðirnir verulega góðir, mun betri en árin tvö þar á undan. „Það kom okkur nokkuð á óvart hvað þessi síðustu mánuðir voru góðir og sérstaklega að meira var að gera en í lok árs 2019, fyrir kórónuveiru. Það var ánægjulegur viðsnúningur sem gerði að verkum að síðastliðið ár kom vel út í heildina,“ segir hann. Félagið var rekið með tapi 2020 og fyrri hluta 2021. Það vannst til baka og gott betur, þannig að niðurstaðan var að árið í heild kom vel út. „Vissulega var árið oft og tíðum erfitt fyrir okkar frábæra starfsfólk enda þurfti að mörgu að hyggja en með mikilli vinnu og samheldnikomumst við í gegnum það.“
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu.