Hvatning til eldra fólks á Akureyri
Hallgrímur Gíslason, formaður Félags eldri borgara á Akureyri skrifar
Hallgrímur Gíslason, formaður Félags eldri borgara á Akureyri skrifar
Vegurinn um Öxnadalsheiði: Sumir vegfarendur virða ekki lokun og freista þess að komast yfir
„Þetta er mikið fagnaðarefni og við munum fá langþráða bót á aðstöðuleysi sem við höfum lengi búið við. Þetta er virkilega flott og sniðug framkvæmd sem leysir nánast á einu bretti allt pláss- og aðstöðuleysi sem við hjá Skautafélagi Akureyrar og gestir okkar hafa búið við,“ segir Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Skautafélags Akureyrar.
Til stendur að hefja framkvæmdir við félags- og æfingaaðstöðu í norðurenda Skautahallarinnar í vor. Áætluð verklok verða á næsta ári, 2023. Þessar breytingar hafa lengi verið á teikniborðinu en ávallt verið slegnar út af því þar til nú. Tilboð í verkið verða opnuð síðar í þessum mánuði.
Jón Benedikt segir að um sé að ræða viðbót sem byggð verði inn í Skautahöllina, þannig að lofthæð hússins er nýtt og upphituð rými verði til á þremur hæðum. Skortur hafi verið á slíkum rýmum til þessa. Hver hæð verður um 100 fermetrar að stærð þannig að í allt verður bætt við um 300 fermetrum við það húsnæði sem fyrir er.
Á jarðhæð í anddyri hússins verður til hlýtt og notalegt rými þar sem kaffiterían er og kemur hún í stað plastbyggingar sem sett var upp á sínum tíma til bráðabirgða, en hefur staðið í áraraðir. Öllum gestum Skautahallarinnar mun standa til boða að nýta veitingaaðstöðuna, þar sem hægt verður að setjast niður og horfa yfir ísinn á meðan veitinga er notið.
„Þetta er algerlega sturluð hugmynd,“ segir hann
Næst stærsta árið frá upphafi á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri
„Við stefnum á það, kannski ekki alveg um mánaðamótin en svona fljótlega upp úr því," segir Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri.
Óska eftir leyfi til að reka mathöll við Glerárgötu
Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi eystra, 8,6%. Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetur hér á landi eftir sveitarfélögum og miðast tölurnar við 1. desember árið 2021.