Kristján Þór hættir eftir kosningar

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Mynd/epe
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Mynd/epe

„Nú mun nýr kafli taka við, þar sem ég hef ákveðið að sækj­ast hvorki eft­ir því að gegna starfi sveit­ar­stjóra að aflokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í vor, né bjóða mig fram til setu í sveit­ar­stjórn,“ skrif­ar Kristján Þór Magnús­son, sveit­ar­stjóri Norðurþings, í færslu á Fjasbókarsíðu sína.

„Þrátt fyr­ir allt, og sem hvatn­ing til allra þeirra sem vilja hafa áhrif á ákv­arðana­töku í sínu sveit­ar­fé­lagi vil ég segja þetta; Með þátt­töku í staðbundn­um stjórn­mál­um get­ur fal­ist dýr­mæt gjöf til per­sónu­legs þroska og ómet­an­legr­ar reynslu,“ skrif­ar Kristján enn fremur

Þá víkur sveitarstjórinn að óvæginni umræðu sem sveitarstjórnarfólk þar að láta yfir sig ganga.

„Ég og sveitarstjórn öll óskuðum eftir ögn meiri standard í umræðuna um málefni Norðurþings á opinberum vettvangi. Er til of mikils mælst í þeim efnum? Eftirspurn eftir persónuníði, upphrópunum, rógburði og falsfréttum er engin á okkar borði.

Annars er létt yfir okkur og fullt tilefni til að við förum bjartsýn fyrir hönd sveitarfélagsins og íbúa þess inn í komandi tíma,“ skrifar Kristján.

Að lokum segist Kristján ganga sáttur frá borði í vor og segir allar forsendur vera til staða til að líta framtíðina björtum augum. „Ég mun ganga sáttur og stoltur frá borði að kosningum loknum og vænti þess að ný sveitarstjórn haldi áfram á braut uppbyggingar og sóknar. Í Norðurþingi eru allar forsendur til að horfa björtum augum til framtíðar, á grunni öflugrar viðspyrnu sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum.“

 

Nýjast