Hopp fær 5 ára samning en ekki einkaleyfi

Skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt að gera 5 ára þjónustusamning við rekstraraðila Hopps Akureyri.

Fyrirtækið sótti um slíkan samning við Akureyrarbæ og jafnframt að nýr samningur gildi í 5 ár í stað 2ja eins og nú er í gildi. Að auki sótti Hopp um að félaginu yrði veitt einkaleyfi til reksturs hjólaleigu á samningstímanum til að koma í veg fyrir að of mörg hjól verði á svæðinu með tilheyrandi óþægindum eins og það er orðað.

Skipulagsráð samþykkt ekki einkaleyfi til reksturs hjólaleigu á samningstímanum.

Nýjast