Jón Hjaltason óflokksbundinn um lóðir við Miðholt Réttast að falla frá hugmyndum um fjölgun íbúða

Nú er gert ráð fyrir að byggja fimm þriggja hæða hús á lóðunum við Miðholt, sem er hækkun um eina hæ…
Nú er gert ráð fyrir að byggja fimm þriggja hæða hús á lóðunum við Miðholt, sem er hækkun um eina hæð á hverju húsi miðað við núverandi deiliskipulag. Við það fjölgar íbúðum.

„Ég tel því réttast að falla frá hugmyndum um fjölgun íbúða á umræddum lóðum, heldur ætti að fækka þeim eða jafnvel falla alveg frá öllum byggingaframkvæmdum við Miðholt 1-9,“ segir Jón Hjaltason óflokksbundinn fulltrúi í skipulagsráði Akureyrar.

Jón Hjaltason 

Alls bárust 10 athugasemdir frá íbúum í næsta nágrenni við Miðholt vegna fyrirhugaðra breytinga á svæðinu auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði, Minjastofnun og Hörgársveit.

Nú er gert ráð fyrir að byggja fimm þriggja hæða hús á lóðunum við Miðholt, en fyrri tillögur gerðu ráð fyrir umfangsminna byggingarmagni.

Meirihluti skipulagsráðs tók jákvætt í að haldið verði áfram með ferli aðalskipulagsbreytingar til samræmis við fyrirliggjandi tillögu en frestaði afgreiðslu þar til fyrir liggur samsvarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Miðholt. Jón greiddi atkvæði gegn ákvörðun skipulagsráðs og tók undir með gagnrýnendum, nýrrar skipulagstillögu um Miðholt.

Ásókn verktaka í græn svæði

Um sé að ræða stórvægilega breytingu frá gildandi deiliskipulagi þar sem gert sé ráð fyrir 30 íbúðum í fimm tveggja hæða byggingum. Á þessa breytingu hafi verið bent í athugasemdum. Eins hafi verið bent á ásókn verktaka í græn svæði sem valdi mikilli og á stundum öfgafullri þéttingu byggðar eins og Jón orðar það í bókun sinni. Þá sú einnig uppi efasemdir um jarðvegseiginleika á þessum lóðum og því telur Jón farsælast að falla jafnvel frá öllum framkvæmdum við Miðholt.

Nýjast