Framkvæmdir við hringtorg hefjast í byrjun apríl

Norðurorka vinnur að því þessa dagana að færa til lagnir sem er nauðsynlegt áður en framkvæmdir við …
Norðurorka vinnur að því þessa dagana að færa til lagnir sem er nauðsynlegt áður en framkvæmdir við hringtorgið og göngu- og hjólastíg hefjast. Mynd MÞÞ

Skrifað hefur verið undir verksamning við fyrirtækið Nesbræður um gerð hringtorgs og göngu- og hjólastíga við Lónsá, á mótum Hörgársveitar og Akureyrarbæjar.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit segir að áætlað sé að framkvæmdir hefjist innan tíðar, 1. apríl næstkomandi. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2025.

Norðurorka vinnur að því þessa dagana að færa til lagnir sem er nauðsynlegt áður en framkvæmdir við hringtorgið og göngu- og hjólastíg hefjast.

Nýjast