13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Lágmarksboð 60 milljónir í byggingarétt á lóð við Skarðshlíð
Lagt er til að lágmarksboð í byggingaréttinn á lóðinni við Skarðshlíð 20 verði að minnsta kosti 60 milljónir króna. Mynd MÞÞ
Skipulagsráð hefur lagt til að lóðin númer 20 við Skarðshlíð verði auglýst að nýju og hún boðið út samkvæmt reglum Akueyrarbæjar um úthlutun lóða. Jafnframt leggur skipulagsráð til að lágmarksboð í byggingaréttinn verði að minnsta kosti 60 milljónir króna.
Lóðin við Skarðshlíð 20 var auglýst laus til úthlutunar í ágúst í fyrra í tengslum við auglýsingu Ríkiskaupa eftir húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu. Tillögur bárust frá þremur aðilum þar sem gert var ráð fyrir heilsugæslu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum auk þess sem hluti bílastæða yrði í bílakjallara. Nú liggur fyrir að unnið er að undirbúningi norðurstöðvar heilsugæslunnar í Sunnuhlíð og forsendur auglýsingar lóðarinnar því brostnar.