Áform um stórþaravinnslu kynnt fyrir íbúum Húsavíkur

Góð mæting var á íbúfund um stórþaravinnslu sem fram fór á Fosshótel Húsavík í dag. Mynd/epe
Góð mæting var á íbúfund um stórþaravinnslu sem fram fór á Fosshótel Húsavík í dag. Mynd/epe

Fyrr í dag fór fram íbúafundur á Húsavík þar sem fulltrúar frá Íslenskum verðbréfum hf. og Íslandsþara ehf. kynntu fyrir íbúum Norðurþings hugmyndir og möguleika í nýsköpun á svæðinu. 

Sérstaklega var farið yfir áform tengd rannsóknar- og nýtingarleyfi á stórþara úti fyrir norðurlandi og vinnslu afurðarinnar í landi. Kynnt voru tækifæri sem í þeim nytjum felast fyrir samfélög eins og Húsavík.

Fyrirtækið hefur ekki ákveðið endanlega staðsetningu uppbyggingarinnar en horft er til þriggja staða á Norðurlandi; Akureyri, Húsavík eða Dalvík.

Sveitarstjóri Norðurþings kynnti jafnframt tvo valkosti innan hafnarsvæðisins sem sveitarfélagið horfir til með tilliti til staðsetningar landvinnslunnar á Húsavík.

íbúafundur 2

Áhugaverðar umræður sköpuðust að loknum kynningum með spurningum úr sal. Helst var að íbúar hefðu áhyggjur af lyktar og hávaðamengun svo nærri íbúabyggð. Þeim spurningum var svarað á þá vegu að hávaði væri undir viðmiðunarmörkum eða 80 db, innandyra í verksmiðjunni. Hávaðin skal samkvæmt svörum fulltrúa félaganna vera lítill sem engin utan veggja verksmiðjunnar. Svör við spurningum um lyktarmengun var á svipaða leið; eða að hún yrði lítil sem engin þar sem aðeins yrði unnið með ferskt hráefni. Var lyktinni lýst sem ferskri sjávarlykt. Þá kom fram allt hráefni stórþarans yrði nýtt og engin lífrænn úrgangur færi út úr verksmiðjunni nema saltvatn, enda sé stórþari um 85% vatn.

Stórþarafundur

Nýjast