Virkja náttúruna og tilviljunina í leit að jafnvægi og spennu
Um síðustu helgi fór fram fyrsta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda en þar er börnum á grunnskólaaldri gefinn kostur á að sækja þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri og vinna með skapandi listamönnum og hönnuðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar.
Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið og sýna svo afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett er upp í lok vinnustofunnar.
Í fyrstu listvinnustofunni, Myndlistin aftaná, bauð myndlistarmaðurinn Magnús Helgason ungmennum á aldrinum 12 til 16 ára að notast við tilraunir og rannsóknir til að skapa hugmyndir og myndlist með því að virkja náttúruna og tilviljunina í leit að jafnvægi og spennu.
Næsta listvinnustofa verkefnisins verður haldin 9.-10. apríl. Það er Tilraunavinnustofa með grafíska hönnuðinum Jóni Ingiberg Jónsteinssyni. Allar nánari upplýsingar má finna á listak.is.
Sýnendur myndlistavinnustofunnar eru:
Alexandra Kolka Eydal f. 2009
Aþena Dögg Harðardóttir f. 2009
Björg Óladóttir f. 2008
Emil Andri Davíðsson f. 2009
Grímur Finnsson f. 2007
Hanna Lilja Arnarsdóttir f. 2009
Katrín Emma Z. Símonardóttir f. 2009
Kristjana Mjöll Víðisdóttir f. 2007
Logi Erwinson f. 2009
Magnús Emil Skúlason f. 2009
Hægt er að sjá sýningu ungmennanna í Listasafninu á Akureyri til 3. apríl.
Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarbæjar og Barnamenningarsjóðs Íslands. Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.
Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.