Fyrsta listiskipið á þessu ári væntanlegt á morgun

Borealis er mikið myndarskip,  tæpir 240 metrar á lengd og rúmlega 34 metrar á breidd.
Borealis er mikið myndarskip, tæpir 240 metrar á lengd og rúmlega 34 metrar á breidd.

Listiskipið Borealis leggst að Oddeyrarbryggju í fyrramálið og má segja að koma skipsins marki upphaf ferðamennsku á sjó hér norðan heiða þetta árið.  Skipið sem er tæp 62.000 tonn að stærð kemur  að sögn Péturs Ólafssonar hafarstjóra með u.þ.b. 700 farþega.

Bjartsýni er ríkandi  meðal fólks í ferðamannageiranum vegna komu listiskipa en sem dæmi má búast við að um 200 skip komi við hér og  áætla má að fjöldi farþega verði nokkuð á annað hundrað þúsund.  

Samkvæmt veðurspá munu farþegar skipsins  og áhöfn  ekki fá á ,,njóta" dæmigerðrar norðlenskrar stórhríðar með tilheyrandi heldur verður  hér skaplegt vetrarveður svo gestirnir  ætti að geta notið þess sem fyrir augu ber.

Nýjast