Þyrla sótti skíðamann

Haft var samband við Neyðarlínu og viðbragðsaðilar kallaðir út þegar skíðamaðurinn skila sér ekki ni…
Haft var samband við Neyðarlínu og viðbragðsaðilar kallaðir út þegar skíðamaðurinn skila sér ekki niður af fjallinu.

Um hádegisbil var tilkynnt um erlendan ferðamann sem hafði í morgun farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði á fjallaskíðum og hugðist sá skíða niður. Þegar hann hafði ekki skilað sér niður á áætluðum tíma var haft samband við Neyðarlínu og voru viðbragsaðilar ræstir út að því er fram kemur á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Björgunarsveitir hófu strax leit á svæðinu og var aðgerðastjórn á Akureyri virkjuð. Um klukkan 14:30 tilkynnti björgunarsveit að þeir væru búnir að finna manninn ofarlega í fjallendi. Beðið var um útkall á þyrlu landhelgisgæslunnar sem kom á vettvang og var maðurinn hífður upp í þyrluna og fluttur brott af vettvangi á sjúkrahús. Björgunarsveitir á svæði 11 ásamt sjúkraflutningsmönnum og lögreglu tóku þátt í leitinni.

Aðstæður á vettvangi voru erfiðar en mjög bratt er á svæðinu þar sem að maðurinn fannst. Veðurskilyrði voru góð og gekk vel að koma manninum upp í þyrluna.

Nýjast