Um tugur Úkraínumanna komnir til Akureyrar
Von er á fleirum á næstu dögum
Arna Eiríksdóttir verður tvítug á árinu og á að baki nokkur ár í meistaraflokki og komin með talsverða reynslu á þeim vettvangi
Bíllinn er af gerðinni Scania með 33 metra björgunarstiga sem ber körfu fyrir fjóra einstaklinga og tekur ekki nema um 90 sekúndur eftir að bifreiðin hefur verið stöðvuð að koma körfunni upp í hæstu stöðu
Okkur íbúum í Norðurþingi hættir stundum til að gleyma því hve mörgum náttúruperlum sveitarfélagið býr yfir. Norðurþing er stórt og víðfemt sveitarfélag og þessar náttúruperlur eru dreifðar um allt sveitarfélagið
Niðurstaðan er sú að sameiningar hafa skilað árangri, einkum ef sameinuð eru mörg sveitarfélög í einu
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum sem nú er haldinn að hætta við umdeilt bann á lausagöngu katta sem áætlað var að tæki gildi 2025. Ekki verður þó ferðafrelsi katta algjört því þeir skulu sæta útgöngubanni að næturlagi. Samþykkt þessi tekur gildi um næstu áramót.
Það er óhætt að segja að Akureyri sé útivistarpardís. Kjarnaskógur, Hvammur, Hamrar, Naustaborgir og Glerárdalur eru hér í bakgarðinum okkar og bjóða upp á endalausa möguleika til heilsueflingar allan ársins hring. Hlíðarfjall vakir yfir okkur og býður okkur að hafa gaman með sér hvort sem er að sumri eða vetri til. Hér er virkt ferðafélag, fjórar sundlaugar, jafnmargir strandblaksvellir, all nokkrir frisbígolfvellir sem og hefðbundinn golfvöllur. Hafi fólk löngun til að vera virkt er listinn svo gott sem ótæmandi. En hvar liggur grunnurinn að heilsueflingu? Sum eru þeirrar skoðunar að góð leið til að byrja heilsueflingu sé að ganga í og úr vinnu eða skóla. En hafa ber í huga að hér er oft snjóþungt stóran hluta af ári. Við þurfum því að vera dugleg að hugsa um Akureyri út frá vetrinum og ganga úr skugga um að hér líði okkur vel allt árið um kring, líka í mesta snjóþunganum. Við þurfum að gæta vel að því að göngustígar séu greiðir þegar við ferðumst um bæinn okkar.