Fréttir

Við viljum ná árangri og keppa við þær bestu

Jón Stefán Jónsson er annar þjálfara  liðs Þór/KA í  Bestu deild kvenna í sumar, en  hann og Perry Mclachlan tóku við liðinu s.l haust.  Jónsi eins og flestir þekkja hann, hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur náð mjög góðum árangri í starfi.  Tókst m.a að koma liði Tindastóls  i deild þeirra bestu þar sem liðið lék í fyrra, eins hefur hann verið að störfum hjá Val við góðan orðstýr.

Við lögðum nokkrar spurningar  fyrir  Stefán Jón enda stutt i að lið Þór/KA hefji leik á Íslandsmóti en það er á morgun 27 april þegar stelpurnar  halda til Kópavogs og mæta mjög öflugu liði Breiðabliks.

Lesa meira

Eldra fólk er alls konar

Hvað vill eldra fólk og hvernig þjónustu á að veita þessum hópi, sem er fjölmennur og fer stækkandi? Svarið er að það þarf fjölbreytta og ólíka þjónustu og eldra fólk á sjálft að vera með í að móta hana. Sæmilega hraustur einstaklingur, rétt kominn á eftirlaun, þarf ekki  það sama og sá sem er eldri og hrumari og áhugamálin eru ólík í þessum hópi eins og öðrum.  
Heilsan er mikilvæg og það er hagur allra að fólk geti haldið haldið góðri heilsu og þreki. Þess vegna hafa Félag eldri borgara á Akureyri og öldungaráð bæjarins lagt mikla áherslu á að að boðið sé upp á góð tækifæri til heilsueflingar. Fjölbreytt og ólík eftir áhuga og getu. Heilsurækt er ekki aðeins líkamleg, það eflir líka heilsu og kemur í veg fyrir einangrun, að taka þátt í skapandi félagsstarfi, fá fræðslu, eiga kost á góðum máltíðum, viðburðum, menningu og allri nærandi samveru með öðrum.

Lesa meira

Borgarbíó hættir starfsemi í apríl

Borgarbíó hættir starfsemi laugardaginn 30. apríl næstkomandi

Lesa meira

Ellefu ný tónverk frumflutt á vel heppnuðum tónleikum

Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnastjóri Upptaktins og viðburðastjóri Menningarhússins Hofs segir tónleikana hafa tekist afar vel

Lesa meira

Dagur Gautason snýr aftur í KA á næsta keppnistímabili

Heimasíða KA greinir frá því í dag  að Dagur Gautason 22 ára hægri hornamaður sem leikið hefur með liði Stjörnunar í Garðabær snúni aftur heim og gangi til lið við KA fyrir næsta keppnistímabil  .  Óhætt er að segja að það  sé mikill fengur i Degi fyrir KA, en liðið stendur nú í ströngu í úrslitakeppni ÓLIS deildar og mætir liði Hauka í KA heimilinu í kl kl 18:30  í öðrum leik liðana.  

Í frétt  á heimasíðunni segir.  ,,  Dagur Gautason gengur til liðs við KA á ný á næstu leiktíð en þessi 22 ára gamli vinstri hornamaður er uppalinn hjá KA en hefur leikið undanfarin tvö ár með liði Stjörnunnar í Garðabæ. Það er gríðarlega jákvætt skref að fá Dag aftur heim en Dagur var meðal annars kallaður til liðs við A-landslið Íslands á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í janúar á þessu ári".

Lesa meira

Áfram menning og listir á Akureyri

Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt.

Lesa meira

Tónleikar til styrktar kirkjubyggingu í Grímsey

Á styrktartónleikunum í Akureyrarkirkju koma fram nokkrir norðlenskir listamenn, sem allir gefa vinnu sína

Lesa meira

Uppbygging Akureyrarflugvallar

Í upphafi heimsfaraldursins  var fyrsti af fimm fjáraukum ársins 2020 samþykktur á Alþingi. Þar var ákveðið að fara í fjárfestingarátak upp á 18 milljarða til að bregðast við alvarlegum afleiðingum faraldursins á efnahag og atvinnulíf þjóðarinnar. 

Lesa meira

Greiðslur í fyrsta sinn yfir 200 milljónir króna

Sjúkrasjóður Einingar Iðju

Lesa meira

„Þau mál sem koma til lögreglu er kannski bara toppurinn á ísjakanum“

- segir Silja Rún Reynisdóttir, forvarnafulltrúi lögreglunnar

Lesa meira