Fréttir

Æfir japanska bardagaíþrótt og leiðsegir ítölskum ferðamönnum á sumrin

Ásta Margrét Ásmundsdóttir er vísindamaður mánaðarins

 

Lesa meira

Samfylking slítur meirihlutaviðræðum á Akureyri

Lesa meira

Guðmundur Ármann sýnir í Bergi á Dalvík

Viðfangsefnið er málverk í anda konkret listastefnunnar, en hún hefur birst í öllum listgreinum, svo sem konkret ljóð, tónlist og myndlist. Konkret stefnan spannar tímabilið frá 1917 til 1950/60 og sviðið er til að byrja með fyrst og fremst í Evrópu. Á Íslandi kemur stefnan fram í myndlist, tónlist og ljóðlist á 4. og 5. áratug 20. aldar.

Lesa meira

Guns & Roses rokkmessa á Græna hattinum

Einn af þeim viðburðum sem fresta þurfti margsinnis í  Covid faraldrinum var Guns & Roses rokkmessan. Nú er loksins komið að því að rokka Akureyri og Reykjavík.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla 20 ára

Heldur upp á  afmælið sitt með tónleikum í Glerárkirkju á  sunnudag

Lesa meira

Niceair og Umhyggja í samstarf

Niceair býður langveikum börnum sem eru í Umhyggju eða aðildarfélögum Umhyggju frítt flug til allra áfangastaða sinna

Lesa meira

„Enginn ísskápur hvað þá frystikista á okkar heimili frekar en öðrum í þá daga“

Ingólfur Sverrisson skrifar

Laugardagur og lífið gekk sinn vanagang í Ránargötu 16 enda voru þeir dagar hver öðrum líkir upp úr miðri 20. öldinni.  Eftir að hafa senst suður í Alaska að kaupa mjólk og brauð bað mamma mig að fara niður á Tanga í geymsluna okkar í Íshúsinu að sækja slátur og lifrarpylsu sem þar voru í geymslu ásamt öðru góðgæti. Enginn ísskápur hvað þá frystikista á okkar heimili frekar en öðrum í þá daga. Þar með var búið að hugsa fyrir kvöldmatnum en síðan fórum við mamma gjarnan í framhaldinu saman í Reykhúsið, syðst í Norðurgötunni, á fund Finnboga vinar okkar sem seldi besta  hrossakjötið. Með þessum síðustu aðgerðum var sunndagssteikin komin í hús og mér óhætt að fara út að leika mér með hinum krökkunum úr nágrenninu.

Lesa meira

Unnið að söfnun upplýsinga um iðnað fyrri tíðar á Akureyri

„Þetta eru vonbrigði. Þessi upphæð  dugar okkur líklega fram á haustið,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri á Iðnaðarsafninu á Akureyri. Safnið óskaði eftir fimm milljón króna styrk frá Akureyrarbær til að vinna viðtöl við fólk sem starfaði áður fyrr í ýmiskonar iðnaði á Akureyri. Bæjarráð samþykkti að styrkja verkefnið um þrjár milljónir króna. Ætlunin er að starfsmaður á safninu safni upplýsingum og taki viðtöl við eldri borgara í bænum sem störfuðu í iðnaði af öllu tagi og bjargi þarf með dýrmætri þekkingu frá glötun.

Lesa meira

Skógarböðin opnuðu í dag

Sigríður María Hammer sem ásamt eiginmanni sínum Finni Aðalbjörnssyni standa að uppbyggingu Skógarbaðanna segir að böðin hafi tekið ákveðnum breytingum frá því sem upphaflega var lagt upp með

Lesa meira

„Höfum áhyggjur af því að ferðamannastaðir hér á svæðinu dragist aftur úr“

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands gagnrýnir styrkúthlutun

Lesa meira