6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Fréttir
Sjö umsækjendur um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri
Umsóknarfrestur rann út í síðustu viku
Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar afhenti viðurkenningar
Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður eða skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.
Frábær sigur Þór/KA á Íslandsmeisturum Vals
Þór/KA tók á móti Valskonum í annar umferð Bestu deildar í Boganum i kvöld. Fyrirfram var búist við að róðurinn gæti orðið þungur fyrir heimastúlkur en þær voru ekki mikið að velta þvi fyrir sér og með ótrúlegum vilja, og óbilandi trú á verkefnið lögðu þær firnasterkt Valslið 2-1.
Sandra María Jessen snéri aftur i svarbláa búningin og hún kom okkar liði yfir strax á 6 min. og þar við stóð fram á 64 mín þegar Elín Metta jafnaði fyrir Val. Einhverjir óttuðust að nú yrði brekkan brött en lið Þór/KA hélt sínu striki, þær vörðust vel og Harpa í markinu var öryggið uppmálað. Það var svo Margrét Árnadóttir sem kom Þór /KA aftur i forustuna þegar hún náði frákastinu af góðu skoti hennar sem Sandra i marki Vals hálfvarði.
Seinasta korterið sóttu Valskonur stíft en ekki var meira skorað og frábær sigur Þórs/KA staðreynd.
KA Íslandsmeistarar kvenna í blaki 2022
KA stúlkur tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn i blaki þegar þær lögðu lið Aftureldingar í þremur hrinum í KA heimilinu. Yfirburðir KA voru töluverðir og lék liðið oft á tíðum frábært blak. Óhætt er að segja að KA stelpur hafi borið höfuð og herðar yfir önnur blaklið hér í vetur , þær eru deildar, bikar og í kvöld bættist sá stæðsti við í safnið.
Margir kjósendur á Akureyri óákveðnir
Kattaframboðið næði inn manni miðað við könnun RHA
Innan rammans í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Myndlistarsýningin Innan rammans / Inside the Frame opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 7. maí