Lausaganga Akureyrskra katta bönnuð eftir miðnætti samkvæmt nýrri samþykkt í bæjarstjórn
Segja má að jólin komni snemma hjá Mola og öðrum köttum bæjarins eftir bókun bæjarstjórnar Akureyrar i dag Mynd MÞÞ
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum sem nú er haldinn að hætta við umdeilt bann á lausagöngu katta sem áætlað var að tæki gildi 2025. Ekki verður þó ferðafrelsi katta algjört því þeir skulu sæta útgöngubanni að næturlagi. Samþykkt þessi tekur gildi um næstu áramót.
Bókunin samþykkt samhljóða.
Einhugur var í bæjarstjórn um málið og bókunin samþykkt samhljóða. Hlida Jana Gísladóttir, Heimir Haraldsson, Halla Björk Reynisdóttir og Jana Salóme Ingibjargardóttir létu þó bóka að þau hefðu viljað ganga alla leið og fallið yrði algjörlega frá takmörkunum á ferðafrelsi katta en þessi samþykkt væri þess virði í þeirri viðleitni að sætta sjónarmið bæjarbúa.