Fréttir

Nýtt húsnæði auðveldar aðgengið

Efling sjúkraþjálfun opnar starfstöð í Kaupangi í haust

Lesa meira

Hljóðs bið ek allar helgar kindir

Þórir Jóhannsson, kontrabassaleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari flytja tónlist eftir Zoltán Kodály, Giovanni Bottesini, Max Bruch, Árna Egilsson, Karólínu Eiríksdóttur og Þórð Magnússon

Lesa meira

Svona gætu aldraðir svindlað á lífeyriskerfinu ef ... ?

Jón Hjaltason skrifar

Lesa meira

Íslandsþari hefur sótt formlega um lóð við Húsavíkurhöfn

Úthlutun lóðarinnar er háð breytingu á deiliskipulagi

Lesa meira

Ragnar Hólm fulltrúi Íslands á IWS vatnslitahátíðinni í Madríd

Akureyringurinn Ragnar Hólm Ragnarsson hefur verið valinn til að sýna á IWS vatnslitahátíðinni í Madríd sem hefst í lok júní. Ragnar er eini Norðurlandabúinn sem tekur þátt í samsýningu á annað hundrað listamanna víðsvegar að úr heiminum.

Lesa meira

Störf án staðsetningar - Tækifæri fyrir Norðurþing

Þrátt fyrir miklar áskoranir og alvarlegar afleiðingar færði kórónaveirufaraldurinn okkur líka mörg ný tækifæri. Þessi tækfæri ákváðum við hjónin að grípa og láta drauminn rætast um að búa í sveit með því að taka að okkur störf án staðsetningar. Eflaust megum við teljast heppin að geta flutt störfin með okkur, en að mínu mati geta ansi margir á vinnumarkaðinum gert slíkt hið sama og tekið starfið með sér hvert á land og hvert í heim sem er.

En af hverju völdum við í Norðurþing? Tækifærið kom upp í hendurnar á okkur og þar sem ég gat flutt starfið með mér var þetta aldrei spurning, enda sjáum við fjölmörg tækifæri í þessu sveitarfélagi sem er svo skemmtilega fjölbreytt með þéttbýliskjörnum sínum í bland við blómlegar sveitirnar. Það er líka svo gott að flytja heim aftur.

Aldrei fyrr hafa verið jafn mikilvæg tækifæri fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni að laða til sín nýja íbúa sem geta flutt með fjölskylduna í barnvæn smærri samfélög og flutt starfið með sér í leiðinni. Fólk þarf ekki lengur að bíða eftir atvinnutækifæri til að geta flutt út á land heldur er mögulegt að óska eftir því að flytja atvinnuna með sér.

Þá er það okkar sem sækjumst eftir því að þjóna samfélaginu með setu í sveitarstjórn að gera sveitarfélagið okkar að aðlaðandi kosti fyrir þennan nýja hóp sem mun á næstu árum nýta sér tækifærið sem ég er að gera einmitt núna.

En hvernig löðum við þennan nýja hóp að Norðurþingi? Haga þarf skipulagsmálum sveitarfélagsins þannig að framboð lóða og húsnæðis sé í takt við bjartsýna framtíðarsýn hvað varðar íbúaþróun. Tryggja þarf góða grunnþjónustu við þann fjölbreytta hóp nýrra íbúa sem munu kjósa Norðurþing til framtíðarbúsetu, ekki síst ef um er að ræða íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir því þegar við erum að horfa til starfa án staðsetningar þá er heimurinn allur undir. Við getum markaðssett sveitarfélagið með þennan hóp í huga og orðið öðrum sveitarfélögum fyrirmynd.

Til þess að framtíðarsýn sem þessi megi rætast þurfum við að vinna saman, öll sem eitt, við að skapa aðlaðandi sveitarfélag. Best væri að allir bæjarfulltrúarnir níu myndu starfa saman af virðingu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja í þeim efnum.

Soffía Gísladóttir, íbúi í Kelduhverfi sem skipar 2. sæti á lista Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk.

Lesa meira

BSO með frest fram á haust til að rífa húsið við Strandgötu

-Þurfa að fjarlæga húsið á eigin kostnað og hafa sig á brott bótalaust

Lesa meira

Byggðar um 200 íbúðir með um 500 íbúum

Uppbygging í Ölduhverfi í Eyjafjarðarsveit hefst síðar á árinu - Mikilvæg viðbót við uppbyggingu í Hrafnagilshverfi segir sveitarstjóri

Lesa meira

Samvinnu í sveitarstjórn

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

 

Seta í sveitarstjórn er fjölbreytilegt starf, bæði krefjandi og spennandi. Fulltrúi í sveitarstjórn er hluti af æðsta stjórnvaldi sveitarfélags og tekur þátt í ákvörðunartöku um öll helstu mál sem varða sveitarfélagið. Það er spennandi að fá tækifæri til að móta umhverfi sitt með þátttöku í sveitarstjórn...

 

Lesa meira

Tilhlökkun, gleði og spenna í loftinu

Andrésar andar leikarnir haldnir eftir tveggja ára hlé

Lesa meira