Handverkshátíð í Eyjafirði mun ekki fara fram í sumar
Ákveðið hefur verið að ráðast í endurskipulagningu á hinni árlegu Handverkshátíð í sveitarfélaginu
Ákveðið hefur verið að ráðast í endurskipulagningu á hinni árlegu Handverkshátíð í sveitarfélaginu
Tríóið mun halda tónleika í Minjasafninu á Akureyri og í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík
Innviðaráðherra úthlutaði nýverið 35 m.kr. til fjarvinnustöðva á grundvelli aðgerðar í stefnumótandi byggðaáætlun
Ræstingum útvistað á tveimur starfstöðvum HSN
Barnsleg gleði hríslaðist um bæjarfulltrúa Akureyrar þegar ákveðið var að mynda einn meirihluta í bæjarstjórn og útrýma allri andstöðu innan þess viðkvæma hóps. Gleðilætin rötuðu alla leið í þátt Gísla Marteins í sjónvarpinu þegar Hilda Jana kom þar fram og útmálaði hvílík snilld þarna hefði verið sett á svið og gerði grín að þeim sem efuðumst um hana. Sjálfur greiddi ég atkvæði í mínum flokki á móti þessari ákvörðun því ég óttaðist að þar með myndu bæjarfulltrúar renna saman í einangraða heild sem forðaðist enn frekar að hafa samband við bæjarbúa til að spilla ekki heimilisfriðinum og þeirri værð og þeim þægindum sem honum fylgir jafnan.
Ekki verður annað sagt en að reynslan hafi sýnt að þessi ótti minn hafi verið á rökum reistur. Nægir að vitna til skrifa minna á þessum vettvangi í síðustu viku þar sem rakin voru dæmi um algjöra þögn bæjarfulltrúa gagnvart bæjarbúum jafnvel þó þeir hafi hvað eftir annað spurt uppbyggilegra spurninga opinberlega um málefni sem skiptu bæjarbúa miklu. Þeim hefur aldrei verið svarað síðustu mánuði enda bæjarfulltrúar búnir að loka sig algjörlega inni í sinni býkúpu og hlusta eingöngu á suðið þar inni. Þetta hafa bæjarbúar skynjað og spyrja sig eðlilega hvað sé að gerast í okkar eigin bæjarstjórn. Þetta ágæta fólk á því töluvert erfitt með að ákveða hvað það á að kjósa á laugardaginn enda sýnast flest framboðin vera sami grauturinn í sömu sameiginlegu skálinni.
Með samkomulaginu lýsa Jarðböðin hf. og Skútustaðahreppur yfir vilja til samstarfs en Jarðböðin kynntu nýverið metnaðarfull uppbyggingaráform