Skoða samfélagslegan ávinning af sameiningu sveitarfélaga út frá fasteignaverði

Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

Vífill Karlsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor við viðskiptadeild Háskólans  á Akureyri (HA) hafa birt grein í tímaritinu Region sem er gefið út af ERSA (European Regional Science Association).

Í greininni fjalla þeir um samband á milli fasteignaverðs og sameiningu sveitarfélaga til að meta hvort samfélagslegur ávinningur hafi hlotist af sameiningum.

Aðferðin hefur verið nýtt á ýmsum sviðum hagfræðinnar til að meta virði huglægra verðmæta (eins og t.d. náttúrugæða) en ekki í þessu samhengi. Niðurstaðan er sú að sameiningar hafa skilað árangri, einkum ef sameinuð eru mörg sveitarfélög í einu (fleiri en tvö).

Greint er frá þessu á Facebook síðu Viðskiptadeildar HA þar sem segir að tilefni rannsóknarinnar hafi verið ótal margar hefðbundnari aðferðir við að meta ávinning sameininga sem skiluðu misvísandi niðurstöðum. „Þetta innlegg inn á það málefnasvið og fram til þessa ein skýrasta vísbending um ávinning af sameiningum sveitarfélaga á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

 

Nýjast