Fréttir

Minjasafnið á Akureyri tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna

Minjasafnið á Akureyri er rótfast í eyfirsku samfélagi og hefur verið það frá stofnun árið 1962

Lesa meira

Hlúum að okkar öfluga skólasamfélagi

Hilda Jana Gísladóttir skrifar

Lesa meira

Skólaakstur í fjörutíu ár

„Það er svo gaman að sjá börnin vaxa og dafna. Sjá sveitirnar þróast, vera með fólkinu og reyna að hafa þjónustuna sem besta. Ég hef átt frábært samband við marga foreldra og mér er efst í huga þakklæti fyrir allt það traust sem mér hefur verið sýnt.“  Þetta segir Rúnar Óskarsson, skólabílstjóri í Reykjahverfi S-Þing, en hann heldur upp á það, um þessar mundir, að hafa verið með skólaakstur í sveitinni í fjörutíu ár.

Lesa meira

Hátíðarræða formanns Framsýnar

Hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum vegna 1. maí hófust í Íþróttahöllinni á Húsavík í dag kl. 14:00. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, tónlist og ræðuhöld. Hátíðarræðu dagsins flutti formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Í ræðu sinni kom hann sérstaklega inn á söluna á Íslandsbanka, deilurnar í Eflingu og komandi kjaraviðræður við Samstök atvinnulífsins. Ræðuna í heild sinni  má lesa  hér að neðan.

Þá má geta þess að þeir sem komast ekki á hátíðina geta  farið inn á streymið  twitch.tv/hljodveridbruar

Lesa meira

„Ég er bara kona sem að skuldbatt sig til að gera eitthvað og ég stóð með sjálfri mér“

Dögg Stefánsdóttir frá Húsavík er mannauðsstjóri hjá PCC BakkiSilicon og lífsþjálfi. Hún hefur stundað líkamsrækt frá því hún var tvítug en um síðast liðna helgi tók hún þátt í Íslandsmeistaramóti í fitness sem fram fór í Hofi á Akureyri. Um kvöldið sneri hún aftur heim til Húsavíkur með Íslandsmeistaratitil í flokki 35 ára og eldri í farteskinu. Vikublaðið ræddi við Dögg í vikunni.

Vinnur með hugarfarið

Í september 2020 byrjaði Dögg í fjarnámi í Bandarískum skóla sem heitir Life Coach School þar sem hún lærði til lífsþjálfa. Hún hefur nú lokið því námi og segir það vera eina ástæðu þess að hún ákvað að keppa í fitness í ár.

„Það sem mér finnst aðal málið og er ástæðan fyrir því að ég hef verið að leggja í þetta ferðalag mitt er að ég er búin að vera í námi sem heitir lífsþjálfun. Það er maður að  vinna mikið með hugarfarið og að setja sér markmið. Ég var í rauninni að keppa til að mastera það,“ segir Dögg og bætir við að hún sé að undirbúa námskeið á svæðinu.  „Þar ætla ég að kenna konum að fara á eftir draumunum og ná markmiðum sínum.“

Dögg er önnur tveggja kvenna sem lokið hefur námi lífsþjálfa en hin er frænka hennar, Linda Pétursdóttir. „Það vildi svo ótrúlega til að ég fann þetta nám og svo heyrði systir mín viðtal við Lindu P. og spurði mig hvort það gæti verið að þetta væri sama nám. Ég hafði þá samband við hana og jú jú, það passaði,“ segir Dögg og hlær. Þær Linda og Dögg eru einmitt systkinabörn. „Við erum tvær á landinu sem erum lífsþjálfar  og erum s.s. að vinna í prógramminu hennar Lindu með 200 konur þar sem konur eru konum bestar.“

„Við erum einmitt nýkomnar frá Texas þar sem við vorum á svona Mastermind námskeiði,“ segir Dögg og bætir við að eitt af því sem lífsþjálfinn taki fyrri sé markmiðasetning. „og að láta sig dreyma, dreyma stórt og fara á eftir draumum sínum.“

Fékk áhugann í Bandaríkjunum

Dögg var að keppa á Íslandsmóti í fitness í þriðja sinn um helgina en hún segir að í þetta sinn hafi vegferð hennar í gegn um lífsþjálfanámið verið henni innblástur til að taka þátt í þetta sinn. „Það er svona raunverulega ástæðan fyrir því að ég var að keppa núna þó ég hafi vissulega tekið þátt tvisvar áður,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf stundað líkams- og heilsurækt að einhverju tagi.

„Þetta byrjaði nú bara þannig að ég fór sem aupair til Bandaríkjanna þegar ég var tvítug. Þar var bjó ég hjá fólki sem var álveg á kafi í líkams- og heilsurækt. Það var í fyrsta skipti sem ég kynntist þessum heimi. Ég man einmitt eftir því að ég var svöng fyrstu þrjá mánuðina því þau borðuðu ekkert nema kjúkling og eggjahvítur og ég vissi ekki hvert ég var kominn,“ segir Dögg og skellir upp úr.

Lesa meira

Skipu­lags­mál á Akur­eyri okkar allra

Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði.

Lesa meira

Hvað er fjárhagslegur stöðugleiki?

Silja Jóhannesar Ástudóttir og Benóný Valur Jakobsson skrifa

Lesa meira

Spenntur og vonar að gestir eigi ljúfar stundir í vændum

 

„Ég er megaspenntur fyrir þessu og vona svo sannarlega að Akureyringar og þeirra gestir eigi hér ljúfar og góðar stundir,“ segir Reynir Gretarsson sem opnað hefur nýjan veitingastað LYST í Lystigarðinum á Akureyri. Rekstur veitingahússins var boðin út á liðnu hausti og ákvað Reynir sem er matreiðslumaður að taka þátt. Hann fékk að vita seint á síðasta ári að hann fengi reksturinn.

LYST var opnað skömmu fyrir páska og segir Reynir að viðtökur fyrstu dagana hafi verið góðar og lofi góðu um framhaldið. Hann hafi enn sem komið er ekki auglýst nema á samfélagsmiðlum en gestir eru farnir að líta við í kaffisopa. Hann á von á að umferð aukist í takt við hækkandi sól. «Garðurinn er allur að taka við sér, Guðrún og aðrir starfsmenn Lystigarðarins vinna frábært starf viðað  halda honum í góðu standi og undirbúa hann fyrir sumarið,» segir Reynir. Lystigarðurinn á Akureyri hefur um langt árabil verið einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum bæjarins.

Vildi ekki sleppa góðu starfi bara fyrir eitthvað

Reynir er Akureyringur, hann lærði til matreiðslumanns á Strikinu og lauk prófi þar í desember 2012. Starfaði hann þar um skeið en hélt svo til Malmö í Svíþjóð þar sem hann fékk starf á veitingastaðnum Bloom in the park. Á meðan Reynir vann á staðnum var honum úthlutað Michelin stjörnu. „Og það var nú aldeilis ekki leiðinlegt að upplifa það,“ segir hann. Reynir bjó í Svíþjóð um tveggja ára skeið en flutti þá til Íslands, settist að í Reykjavík þar sem hann hefur undanfarin ár starfað sem framleiðslustjóri hjá Omnom. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár og þetta voru skemmtileg ár, gaman taka þátt í vexti fyrirtækisins,“ segir hann 

Lesa meira

NÝTT FRAMBOÐ – GOTT FÓLK

Hjörleifur Hallgrímsson skrifar

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið verður áfram í Freyvangi

Í gær var skrifað undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og Freyvangsleikhússins um afnot þess síðarnefnda á húsinu til næstu tveggja ára. 

Lesa meira