Ungt fólk og Norðurþing
Halldór Jón Gíslason skrifar
Arnar Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn forstöðumaður RHA
Velferðarsvið Akureyrarbæjar býður foreldrum upp á nýja þjónustu í formi námskeiðs undir yfirskriftinni Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna. Námskeiðin eru fyrir alla foreldra sem eru að skilja, hafa skilið eða íhuga að skilja, en þar er fjallað ítarlega um áhrif skilnaðar á fjölskylduna. Þjónustan stendur öllum íbúum bæjarins til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Það er ekki skilyrði að foreldrar nýti sér þessa þjónustu saman.
Hlutafé Samherja fiskeldis ehf. hefur verið aukið um 3.500 milljónir króna. Fjármagnið verður nýtt til uppbyggingar tilraunaverkefnis í Öxarfirði auk hönnunar og framkvæmda við 40 þúsund tonna eldisgarð í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun.
,,Þetta er fyrsti fasi hlutafjáraukningar upp á 7,5 milljarða króna sem þegar hefur verið samþykkt. Í kjölfar þessa verður ný stjórn kjörin í Samherja fiskeldi ehf. á aðalfundi félagsins. Norðmaðurinn Alf-Helge Aarskog, fyrrverandi forstjóri Mowi og einn af reynslumestu sérfræðingum heims á sviði fiskeldis, hefur fjárfest í Samherja fiskeldi ehf. og mun taka sæti í stjórn félagsins.
Á heimasíðu Framsýnar segir af stuðningi stéttarfélagsins við flóttafólk frá Úkraínu.
,,Það getur enginn setið hjá þegar horft er til hörmunganna í Úkraínu þar sem stríðsglæpamaður í byssuleik heldur heilli þjóð í heljargreipum með skelfilegum afleiðingum. Þjóðir heims verða að koma íbúum Úkraínu sem eru á flótta til aðstoðar.
Nú dregur að því að Akureyringar gangi að kjörborðinu góða og kjósi fulltrúa til bæjarstjórnar næstu fjögur árin. Mikil endurnýjun er framundan því margir núverandi bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Nýtt og ferskt fólk kemur því í þetta stýrikerfi okkar bæjarbúa og er þeim óskað velfarnaðar í vandasömu starfi. Rétt er þó að vara þetta góða fólk við þeirri hættu að ganga ósjálfrátt í fótspor þeirra sem fyrir eru í bæjarstjórn og hafa ekki eðlilegt samband við bæjarbúa heldur ákveða allt innan sinna raða í lokuðu rými án nokkurrar áreitni. Vissulega fylgja slíkri einangrun frá bæjarbúum töluverð þægindi því mannleg samskipti geta verið vandasöm og flókin og ekki á allra færi. Samt sem áður vona ég innilega að þau sem nú koma ný í bæjarstjórn - hvar í flokki sem þau standa - vilji raunverulega rækta samband sitt við bæjarbúa enda þótt ekki hafi verið talin ástæða til þess af hálfu núverandi bæjarfulltrúa síðustu misseri eins og ég og fleiri hafa vakið opinbera athygli á.
Samstarfssamningur undirritaður
Síðasta bílasýningin í Boganum á 17. júní