27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Listasumar hefst á morgun
Tónlistarmaðurinn Stebbi JAK mætir með kassagítarinn og fagnar upphafi Listasumars með tónleikum í Listasafninu á Akureyri á morgun laugardaginn 11. júní kl. 15. Upphaflega stóð til að Stebbi yrði utandyra en það spáir hressandi rigningu og því verða tónleikar hans færðir inn í Listasafnið.
Listasumar á Akureyri 2022 hefst fyrr en vanalega og stendur til 23. júlí. Er þetta gert til að koma til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum fyrir börn og ungmenni eftir skólalok. Fyrstu listasmiðjur hátíðarinnar hefjast í næstu viku og eru ennþá nokkur pláss laus.
Við hvetjum alla til að kynna sér hátíðina og dagskrána en fjölbreyttar smiðjur fyrir börn og fullorðna eru í boði sem tilvalið er að prófa. Skráning er nauðsynleg í allar smiðjurnar og hægt er að sjá frekari upplýsingar á www.listasumar.is.
Alls konar gjörningar, tónleikar, sýningar og annað skemmtilegt verður á boðstólnum og má með sanni segja að ævintýrin verði til á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman.