Niceair fellir niður öll flug til Bretlands í júní

Ljósmynd/GN
Ljósmynd/GN

Nicea­ir hefur tekið ákvörðun um að af­lýsa fyr­ir­huguðum flug­ferðum til Bret­lands í júní. Vandkvæði hafa komið upp við áætlunarflug til Bretlands og því hefur þessi ákvörðun verið tekin. Flug­ferðirnar til Bretlands verða ekki bók­an­leg­ar fyrr en var­an­leg lausn er kom­in á. Þetta kemur fram í tilkynningu sem mbl.is greindi fyrst frá.

Öllum farþegum verður boðin end­ur­greiðsla, og þeim sem vilja hjálpað að kom­ast á áfangastað er­lend­is eða heim aft­ur.

„Eft­ir því sem næst verður kom­ist felst vand­inn m.a. í því að Ísland er með tví­hliða samn­ing við Bret­land um flugþjón­ustu og Bret­land er með sams kon­ar samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið. Þess­ir tveir samn­ing­ar skar­ast í Bretlandi. Vanda­málið byrj­ar þegar flytja á farþega frá Bretlandi til Íslands af flugrek­anda með heim­il­is­festi í Evr­ópu­sam­band­inu (en ekki í Bretlandi eða á Íslandi),“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að önn­ur flug hafi fengið mjög vel. Þannig hafi ekki komið upp nein vanda­mál í tengsl­um við flug til Dan­merk­ur og Teneri­fe. Þeir áfangastaðir eru inn­an EES svæðis­ins. 

„Við höf­um unnið sleitu­laust að lausn­um og lagt mikið af út­færsl­um á borð breskra yf­ir­valda. Við gerð til­lagna höf­um við notið öfl­ugs liðsinn­is Sam­göngu­stofu, Ut­an­rík­is­ráðuneyt­is og breska sendi­ráðsins, en allt komið fyr­ir ekki. Framund­an er helgi í Bretlandi og það að heyra á Bret­um að ólík­legt sé að sú lausn sem er á borðinu verði samþykkt í tæka tíð vegna skorts á tíma og mannafla.“

Nicea­ir mun halda áfram viðræðum við bresk stjórn­völd og miða að far­sælli lausn máls­ins sem allra fyrst. 

„Okk­ar for­gangs­mál er að valda farþegum okk­ar sem minnstri rösk­un og hörm­um við mjög þau óþæg­indi sem þetta kann að valda. Þetta var ófyr­ir­sjá­an­legt og ekki á okk­ar valdi að breyta.“

  •  

Nýjast