Sjómannadagurinn á Akureyri og nágrenni

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Í tilefni sjómannadagsins, sunnudaginn 12. júní, verður ýmislegt í boði á Akureyri og nágrenni frá og með deginum í dag og fram á sunnudag.

10.júní
Iðnaðarsafnið
kl. 13.00 - 16.30 Opið hús og sjómannadagsþema:
Sýning á skipa- og bátamódelum ásamt ýmsum öðrum hlutum tengdum sjómennsku.
Sögur af sjónum:
- Áhöfnin á Húna II segir frá skipinu og býður svo í siglingu kl. 17.00
- Saga skipasmíða á Akureyri sögð af Árna Birni Árnasyni á siglingunni.

Siglingaklúbburinn Nökkvi
kl. 09.00 - 16.00 Opið hús fyrir gesti og gangandi í nýrri glæsilegri aðstöðu félagsins við Höepfnersbryggju.

11. júní
Hrísey
kl. 10.00 Sigling
kl. 11.11 Messa í Hríseyjarkirkju
kl. 12.00 Ferjumenn grilla pylsur á svæðinu
kl. 13.00 Leikir og sprell á svæðinu
kl. 15.00 Kaffisala í íþróttamiðstöðinni

12. júní
Akureyri
kl. 11.00 Sjómannadagsmessa í Glerárkirkju. Stund við minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn hefst kl. 12.00.
kl. 11.00 Sjómannadagsmessa í Akureyrarkirkju.
kl. 13.00 Húni II siglir frá Torfunefi kl. 13.00 og safnar saman bátum við Bótina sem mynda hópsiglingu inn á pollinn klukkan 13.30. Skorað er á smábátaeigendur að taka þátt í siglingunni.
kl. 14.00 Sigling með Húna II – allir velkomnir
kl. 15.00 Sigling með Húna II – allir velkomnir

Grímsey
kl. 10.30 Sjómannadagsmessa og kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla að henni lokinni. Þar verður Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur kvaddur, en messan er hans síðasta í þjónustu við eyjaskeggja.
kl. 14.00 Sjómannadagskaffisala í félagsheimilinu Múla

Nýjast