Með puttann á púlsinum

Mikilvægt er að kunna skyndihjálp.     Mynd á vefsíðu Þingeyjarsveitar
Mikilvægt er að kunna skyndihjálp. Mynd á vefsíðu Þingeyjarsveitar

Það hefur verið í nægu að snúast hjá Rauða Krossinum í Þingeyjarsýslu í janúar og mikil fræðsla verið vítt og breytt um Þingeyjarsveit.

 

Thomas Helmig stóð fyrir skyndihjálpar námskeiði fyrir kennara og starfsfólk Þingeyjarskóla á dögunum, á meðan Unnsteinn Ingason hélt sams konar námskeið fyrir starfsfólk Stórutjarnaskóla rétt eftir áramót. Nemendur í 7.-10. bekk Stórutjarnaskóla fengu einnig ítarlega fræðslu á fjögurra klukkustunda námskeiði, og fengu sérstakt hrós frá námskeiðishaldara fyrir mikinn áhuga og góða samveru.

Þá fóru líka allir starfsmenn Framhaldsskólans á Laugum á skyndihjálparnámskeið rétt upp úr áramótum.

Nýjast