Endurskoða deiliskipulag fyrir tjaldsvæðisreit

„Ég tel að nýtingin á Tjaldsvæðisreit sé ekki nægileg og fjölga ætti íbúðum um 60 og hækka húsin í suðausturhorni reitsins,“ segir í bókun Þórhalls Jónssonar sem sæti á í skipulagsráði Akureyrarbæjar.

Á fundi ráðsins voru lögð fram uppfærð drög að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðisreitinn þar sem gerðar hafa verið ýmsar breytingar í kjölfar samráðs við velferðarsvið, Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasvið og lóðarhafa Byggðavegar 98.

Meirihluti ráðsins fól skipulagsfulltrú að kynna drög að endurskoðuðu deiliskipulagi reitsins. Þórhallur telur nýtinguna ekki nægilega og vill fjölga íbúðum og hækka hluta þeirra. Segir í bókun hans að skuggavarp af þeim byggingum hefði ekki áhrif á neina íbúa í nágrenni.

 

Nýjast