Fjögur hlutu heiðursviðurkenningu Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Þau heiðruður frá vinstir:  Guðmundur Bjarnar Guðmundsson, Hrefna Brynjólfsdóttir, Erlingur Kristján…
Þau heiðruður frá vinstir: Guðmundur Bjarnar Guðmundsson, Hrefna Brynjólfsdóttir, Erlingur Kristjánsson og Kristín Hrönn Hafþórsdóttir sem veitti viðurkenningu eiginmanns síns Björns Halldórs Sveinssonar viðtöku Mynd Skapti Hallgrímsson

Á íþróttahátíðinni sem Akureyrarbær og ÍBA stóðu fyrir í Hofi í gær voru fjórir einstaklingar heiðraðir af Fræðslu-og lýðheilsuráði bæjarins fyrir ómetanleg störf í þágu íþrótta í bænum.

Hrefna Brynjólfsdóttir, KA fyrir áratuga gott starf fyrir blakið í félaginu og komið nærri öllum flötum sem að blakdeild KA hefur komið. Hrefna leikur í vetur 45 árið í röð blak fyrir KA.

Björn Halldór Sveinsson, Þór körfubolta. Hann var um langt árabil einn af, burðarásum mfl karla. Þegar keppnisskórnir hans fóru á hilluna frægu tók hann til við að þjálfa ungviðið í félaginu, ásamt þvi sem hann var virkur dómari. Bjössi er gjarnan með fyrstu mönnum þegar deilina vantar sjalfboðaliða til starfa.

Erlingur Kristjánsson, KA Erlingur hefur svo lengi sem fólk man verið í framlínu starfsins hjá KA. Leikmaður og fyrirliði bæði í fótbolta og handbolta, þjálfari meistaraflokka karla í báðum greinum og þjálfað yngri flokka bæði í knattspyrnu og handbolta. Erlingur hefur einnig sinnt margvíslegum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir KA.

Guðmundur Bjarnar Guðmundsson, Skíðafélagi Akureyrar. Guðmundur Bjarnar hefur um margra ára skeið unnið að vexti og viðgangi skíðaíþróttarinnar í bænum. Hann hefur í áratugi komið að framkvæmd Andrésar andarleikana og vart fer fram það mót í skíðagöngu að Guðmundur komi ekki að þvi. 

 

Nýjast