Jonna sýnir í Ráðhúsinu

Verkið Frú Elísabet er til sýnis í Ráðhúsinu á Akureyri       Mynd á vefsíðu Akureyrarbæjar
Verkið Frú Elísabet er til sýnis í Ráðhúsinu á Akureyri Mynd á vefsíðu Akureyrarbæjar

Sýning listakonunnar Jonnu Sigurðardóttur hefur staðið yfir í anddyri Ráðhússins á Akureyri í vikunni. Jonna, sem er bæjarlistamaður Akureyrar 2024, ferðast um bæinn með sex ferðatöskur, en hver taska birtist á nýjum stað í viku í senn.

 Verkið Frú Elísabet er til sýnis í Ráðhúsinu og er unnið úr nælonsokkabuxum og útsaumsgarni sem fullorðin kona gaf listakonunni.

Sýningin Ferðlag mun birtast á ólíkum stöðum næstu vikurnar. „Ég ætla að birtast með töskurnar á elliheimilum, leikskólum, í verslunum, á læknastofum og alls staðar þar sem fólk er. Ef ég fæ ekki leyfi til að setja sýninguna einhvers staðar, fer ég bara með hana annað.

Þetta verður ekkert skipulagt fyrirfram, enda fer lítið fyrir einni gamalli ferðatösku,“ segir Jonna á vefsíðu Akureyrarbæjar.

Nýjast