27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Framsýn - Stéttarfélag og Flugfélagið Ernir endurnyja samning um kaup á flugfarseðlum
Framsýn hefur endurnýjað samning við Flugfélagið Erni um kaup á flugmiðum fyrir félagsmenn. Viðskiptin hljóða upp á kr. 9.000.000,- eða 600 flugmiða. Vegna mikilla kostnaðar- og eldsneytishækkana í heiminum síðustu mánuði hækka miðarnir frá flugfélaginu úr kr. 12.000,- í kr. 15.000,- og hefur nýja verðið þegar tekið gildi. Miðarnir verða áfram seldir til félagsmanna á kostnaðarverði.
Þetta kemur fram á heimasíðu Framsýnar.
Í stutu spjalli við vefinn sagði Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar að mikil ánægja væri meðal félaga í Framsýn með þennan valkost og 20% farþega flugfélagsins væri fólk sem nýtti sér þessi góðu kjör. Það væri gríðarlega mikilvægt og á sama tima gott að í boði væri beint flug á milli Húsavíkur og Reykjavikur. ,, Þessi samningur styrkir án efa stöðu flugsins á milli og auðveldar flugfélaginu að halda því áfram á lofti" sagði Aðalsteinn Árni að lokum.