Styttist í að íbúar Akureyrar verði 20.000

Þess er beðið að Akureyringar verði 20.000  (Myndin tengist frétt þessari ekki beint)  Mynd Vikublað…
Þess er beðið að Akureyringar verði 20.000 (Myndin tengist frétt þessari ekki beint) Mynd Vikublaðið

Íbúum Akureyrar hefur fjölgað um 330 frá 1. desember á síðasta ári og voru þeir um síðustu mánaðamót 19.913. Hlutfallsleg fjölgun er 1.7%. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum Þjóðskrár.

Haldi þessi þróun áfram verða íbúar höfuðstaðar Norðurlands fyrr en varir 20.000. Það má því fastlega gera ráð fyrir því að á bæjarstkrifstofunni verði nákvæmlega fylgst með íbúaþróuninni, þannig að hægt verði að fagna með viðeigandi hætti þegar 20.000 íbúa múrinn verður rofinn.

Í september 2019 var því fagnað að  íbúafjöldi Akureyrar náði 19 þúsundum og var sérstaklega fylgst með hvaða íbúi varð til þess að ná því marki. Það var drengur sem fæddist nokkrum vikum áður og færði bærinn fjölskyldu drengsins góðar gjafir; Árskort i Listasafnið á Akureyri, kort í Sundlaug Akureyrar, Sögu Akureyrar í 5 bindum, fallegan blómvönd og áletraðan silfurskjöld.

Nýjast