Ljósmyndasýningin Með mínum augum

Hermann Gunnar Jónsson opnar ljósmyndasýningu í Deiglunni í dag, föstudag kl. 16.
Hermann Gunnar Jónsson opnar ljósmyndasýningu í Deiglunni í dag, föstudag kl. 16.

Með mínum augum er yfirskrift ljósmyndasýningar  Hermanns Gunnars Jónssonar, Hermanns frá Hvarfi sem opnuð verður í Deiglunni í dag, föstudaginn, 4. nóvember kl. 16. Opið verður til kl. 20 í dag, en sýningin stendur yfir fram á sunnudag og er opin um helgina frá kl. 11 til 17.

Hermann sýnir 37 ljósmyndir á sýningunni. Elsa María Guðmundsdóttir sýningarstjóri segir í tilkynningu að Hermann Gunnar hafi um árabil fangað fegurð íslensks landslags með ljósmyndum sínum og oftar en ekki beini hann sjónum að næsta nágrenni Grenivíkur, Gjögraskaga og Bárðardal.

„Myndir Hermanns vera vott um næmt auga fyrir náttúrunni, hinu smáa jafnt sem stóra. Í myndum hans leika lipurlega saman birta, skuggar, spegilmyndir og form. Fólk hestar og gróður birtast í verkum hans, í einföldum fallegum takti við form í náttúrunni, þannig að engu er ofaukið,“ segir Elsa María.

Allir eru velkomnir á sýninguna og er aðgangur ókeypis.

Nýjast