Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnir

Engar áhyggjur bara æfing
Engar áhyggjur bara æfing

Vegna æfingar aðgerðarsveitar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs Akureyrar mega vegfarendur búast við ökutækjum lögreglu og sjúkraliðs í forgangsakstri á Akureyri, næstu klukkustundirnar og síðan á morgun eftir kl. 14:00 einnig í nokkrar klukkustundir.

 Viðbragðsaðilar munu sem áður gæta ítrustu varkárni við forgangsakstur og vonum við að þetta komi ekki að sök í umferðinni í dag og á morgun. Við erum afar þakklát fyrir góð viðbrögð ökumanna við forgangsakstri viðbragðsaðila en við höfum orðið vör við að ökumenn víkja mjög vel úr vegi og sýna fyllstu tillitssemi þegar forgangsakstur er viðhafður og það finnst okkur afar þakkarvert.

 Með kveðju,

Lögreglan á Norðurlandi eystra.

 

Nýjast