Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“
Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin n.k. fimmtudag 24. nóvember í Hofi á Akureyri og stendur hún yfir frá klukkan 13-15:30.
Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti
til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.
Auk þess verða haldin erindi um fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi og markaðssetningu áfangastaðarins
gagnvart erlendum flugfélögum. Nokkur norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki munu segja frá sínum fjárfestingum og verkefnum sem
eru í bígerð.