Veðurhorfur þessa viku.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því veðri sem Veðurstofa Íslands spáir að við munum njóta á Norðulandi eystra þessa viku. Vissulega mun kólna aðeisn í kvöld og á morgun þriðjudag og lika á miðvikudag má jafnvel búast við éljagangi sem verður að telja eðlilegt á þessum árstíma. Á fimmtudag er því svo spáð að hlýna muni á ný með austanátt og það gæti ringt af og til. Svipað veður verður svo um næstu helgi, austan og norðaustan á bilinu 5-13 metrar og hiti yfir frostmarki.
Prýðisveður fyrir þau okkar sem viljum ekki snjó.
Norðurland eystra
Suðaustan 5-10 og bjart að mestu. Hiti 2 til 7 stig. Austan gola á morgun og skýjað með köflum. Norðaustan 8-13 annað kvöld, él eða skúrir og hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 21.11.2022 09:45. Gildir til: 23.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 10-18 m/s, en 18-23 í vindstrengjum á suðaustanverðu landinu. Dálítil él norðan- og austanlands, en bjartviðri suðvestantil. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.
Á fimmtudag:
Snýst í austan 8-15 með rigningu, einkum austanlands, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti 2 til 7 stig.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-13. Rigning norðaustan- og austanladns, en bjart með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt, víða rigning með köflum og hiti 2 til 7 stig.