Sólgarður enn til sölu ekkert tilboð barst en þreyfingar í gangi
Ekkert tilboð barst í eignina Sólgarð í Eyjafjarðarsveit fyrir auglýstan frest til að leggja fram tilboð að sögn Björns Guðmundssonar fasteignasala hjá Byggð á Akureyri og er eigin því í hefðbundnu söluferli. Björn segir að á sölutímanum hafi þónokkrar fyrirspurnir borist, „og eru þreifingar í gangi núna,“.
Húsnæðið hýsti áður félagsheimilið Sólgarð, en undanfarin ár hefur Smámunasafn Sverris Hermannssonar verið þar til húsa. Húsið er um 750 fermetrar að stærð og skiptist í fjóra hluta, staka bílskúr, íbúð á eftir hæð í norðurenda, búð í suðurenda og safnið sjálft sem er um 450 fermetrar að stærð. Sólgarður var áður nýtt sem félagsheimili sveitarinnar og jafnframt sem kennsluhúsnæði