6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Ferðum með Hríseyjarferju ekki fækkað
Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en hins vegar vill Vegagerðin auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. Þetta kemur fram í frétt á veg Vegagerðarinnar.
Í tilboðsgögnum kemur fram að óskað er eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.
Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands.
„Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór.
Í október óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í rekstur Hríseyjarferju 2023-2025 - Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðinni Hrísey – Árskógssandur - Hrísey, þ.e. að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Þar kemur fram að bjóðandi skal nota ferjuna m/s Sævar sem er í eigu kaupanda og er til sýnis í samráði við kaupanda. Samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn. Útboðsfrestur er til 29. nóvember.
Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en hins vegar vill Vegagerðin auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju.
Í tilboðsgögnum kemur fram að óskað er eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.
Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands.
„Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór.
Í október óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í rekstur Hríseyjarferju 2023-2025 - Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðinni Hrísey – Árskógssandur - Hrísey, þ.e. að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Þar kemur fram að bjóðandi skal nota ferjuna m/s Sævar sem er í eigu kaupanda og er til sýnis í samráði við kaupanda. Samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu allt að 2 sinnum, 1 ár í senn. Útboðsfrestur er til 29. nóvember.