Veðurhorfur þessarar viku ,,Í sandölum og ermalausum bol“

Ætla má að graslaukur og annar gróður haldi áfram að dafna amk þessa viku í  görðum á Norðurlandi ey…
Ætla má að graslaukur og annar gróður haldi áfram að dafna amk þessa viku í görðum á Norðurlandi eystra.

,,Í sandölum  og ermalausum bol" þessar línur sem eru fengar úr  litríkum og lýsandi texta Ladda og fólk kannast vel við og heitir Sandalar eiga liklega  nokkuð vel við ótrúlegt aðventuveður  sem við eigum i vændum þessa viku.  Vægt frost  í dag en svo hlýnar  og það mun hlýna meiram, hiti mun fara i tveggja stafa tölu en  slikur lúxus var nú ekki endilega á boðstólum s.l. sumar  eins og fólk eflaust man.  Það má jafnvel vænta þess að það létti til á fullveldisdaginn n.k. fimmtudag.

Einmunatið heyrðist sagt og undir það skal tekið.

 

Textaspá fyrir Norðurland eystra

Norðurland eystra

Vestan 10-18 m/s og léttskýjað í fyrstu, hvassast á annesjum, en lægir síðan smám saman, suðvestan 5-10 síðdegis. Vægt frost. Suðaustan 5-13 og skýjað að mestu á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 28.11.2022 10:18. Gildir til: 30.11.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtudag (fullveldisdagurinn):
Sunnan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.

Á föstudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og smá skúrir eða slydduél, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig.

Á laugardag:
Hægir vindar og víða bjartviðri, en sunnankaldi og skýjað vestast. Hiti nærri frostmarki.

Á sunnudag:
Suðvestanátt og skýjað að mestu, en léttskýjað norðaustantil. Hlýnar heldur.

Nýjast