27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Ákall til samfélagsins
Sett hefur verið af stað söfnun fyrir hinn 15 ára gamla Sigurgeir Sankla Ísaksson sem brenndist illa í slysi í síðustu viku. Sigurgeir er búsettur ásamt foreldrum sínum, Ísaki Sigurgeirssyni og Noi Senee Sankla í Kelduhverfi á Kópaskeri en þar starfrækja þau verslunina Ásbyrgi við góðan orðstír. Jón Ármann Gíslason, sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði vekur athygli á söfnuninn en hann segir í færslu á Facebook að allir fjármunir sem lagðir verða inn á styrktarreikning prestakallsins á Skinnastað muni renna til fjöskyldunnar sem nú dvelur í Svíþjóð þar sem þau sækja heilbrigðisþjónustu.
„Hann er mikið slasaður, og brunasárin þekja því miður stóran hluta líkama hans. Þakka má skjót viðbrögð réttra aðila, sem komu drengnum undir læknishendur eins fljótt og verða mátti,“ útskýrir Jón og segir jafnframt að í kjölfarið hafi drengurinn verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og þaðan á sérhæfða deild í Uppsölum í Svíþjóð.
Langt bataferli framundan
„Hann er mikið slasaður, og brunasárin þekja því miður stóran hluta líkama hans. Þakka má skjót viðbrögð réttra aðila, sem komu drengnum undir læknishendur eins fljótt og verða mátti.“ útskýrir presturinn og segir að í kjölfarið hafi drengurinn verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og þaðan á sérhæfða deild í Uppsölum í Svíþjóð.
Óljóst er hvernig slysið bar að en eina sem víst er að framundan er erfið barátta hjá Sigurgeiri. Foreldrar hans dvelja nú hjá honum og því ljóst að verslunarrekstur verður ekki með hefðundnum hætti á meðan en reksturinn er lifibrauð fjölskyldunnar. „Þeim rekstri, sem þau byggja lífsafkomu sína á, geta þau eðlilega ekki sinnt með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Munum að margt smátt gerir eitt stórt. Umfram allt er það von okkar og bæn, að Sigurgeir megi ná heilsu og kröftum á ný.“
Styrktarreikningur prestakallsins á Skinnastað:
Kennitala: 590269-6119
Banki: 0192-26-30411