27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Viking Brugghús gerir það gott
Bjórarnir Víkingur Gylltur og Thule unnu báðir nýverið til gullverðlauna í sínum flokki í hinni árlegu European Beer Challenge, sem er nokkurs konar Evrópukeppni í bjórgerð þar sem bjórframleiðendur keppa í fjölda mismunandi flokka. Báðir drykkirnir eru framleiddir af Víking brugghúsi á Akureyri en ásamt gullverðlaununum fékk framleiðandinn einnig silfurverðlaun fyrir bæði Víking Lite og Víking Rökkr
Jólin komu snemma í ár
„Galdurinn við að brugga góðan bjór er í grunninn einfaldur; góð hráefni ásamt íslenska vatninu og svo auðvitað sjálf bruggunin. Við höfum áður fengið viðurkenningar fyrir okkar bjóra en þessi verðlaun eru sérlega kærkomin og góð staðfesting á því að við bruggum góðan bjór. Það má segja að þetta sé jólagjöfin okkar í ár hér í brugghúsinu,“ Segir Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Víking brugghúsi, en hann hefur starfað í við bjórframleiðslu í 29 ár og er því afar reyndur.
Mikilvæg keppni á marga vegu
„Þessi keppni skiptir mjög miklu máli og er mjög virt í bjórsamfélaginu enda er hún ekki bara staðfesting á bragðgæðum drykkja heldur einnig að þeir höfði til neytenda og séu söluvænir. Dómnefndin er skipuð af stærstu innkaupastjórum bjórs í Evrópu, sem ákvarða hvað þessir helstu innflytjendur og heildsalar álfunnar kaupa,“ segir Baldur Kárason, bruggmeistari Víkings brugghúss. „Þeir vita því nákvæmlega hvað það er sem neytendur kunna helst að meta.
Þátttakendur í keppninni koma alls staðar að úr heiminum og því er samkeppnin mikil og ferlið er mjög ítarlegt. Dómnefnd smakkar bjórana blindandi og dæmir út frá til að mynda lykt, útliti og bragði,“ segir Baldur sem er að vonum ánægður með verðlaunin.