Þrjú tilboð bárust í rekstur Hríseyjarferju

Verið er að  vinna síðustu handtökin í Sævari eftir vélarskipti. Hríseyingar geta búist við að sjá h…
Verið er að vinna síðustu handtökin í Sævari eftir vélarskipti. Hríseyingar geta búist við að sjá hann aftur á ferðinni á næstu dögum. Mynd á facebook síðu Slippsins á Akureyri.

Þrjú tilboð bárust í rekstur Hríseyjarferju, en tilboð voru opnuð í vikunni. Áætlaður verktakakostnaður er tæplega 348 milljónir króna.

Lægsta boð kom frá Eysteini Þóri Yngvasyni fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags, en hann bauð 296,6 milljónir, 85,3% af áætluðum kostnaði. Tvö tilboðanna voru yfir áætlun, Ferry ehf á Árskógsströnd bauð 489 milljónir króna og félagið Andey ehf. í Hrísey bauð 534,3 milljónir.

Um er að ræða sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðinni Hrísey-Árskógssandur – Hrísey og skal verktaki annars fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Nota á ferjuna Sævar sem er í eigu Vegagerðarinnar. Samningstími er þrjú ár með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, ár í senn.

Nýjast