FVSA -Nýr kjarasamningur samþykktur 21.des | 2022
Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) lauk á hádegi í dag og var hann samþykktur með 90.82% greiddra atkvæða.
Alls voru 1.905 á kjörskrá Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, þar af nýttu 523 atkvæðisrétt sinn og kjörsókn því 27.45%. Alls samþykktu 475 samninginn, eða 90.82% þeirra sem kusu, 41 höfnuðu samningnum eða 7.84% og 7 tóku ekki afstöðu, eða 1.34%.
Samningur við Félag atvinnurekenda einnig samþykktur
Atkvæðagreiðslu um nýjan samning við Félag atvinnurekenda lauk einnig í dag og var sá samningur samþykktur með 44.44% greiddra atkvæða. Alls voru 36 félagsmenn FVSA sem fá laun greidd samkvæmt þeim samning á kjörskrá og kusu 16, þeirra öll með samningnum, eða 44.44%.
Við munum reyna að uppfæra þessa frétt, fá viðbrögð frá formanni FVSA