,,að skiptast á að sjá um jólamatinn" Björn Þór Sigbjörnsson útvarpsmaður á Rás1
Vefurinn setti sig i samband við valinkunna Norðlendinga og sendi þeim nokkrar spurningar tengdum jólum og aðdraganda þeirra vildi hvað skiptir fólk máli á þessum tíma og hver væri eftirminnilegasta jólagjöfin amk. enn sem komið er. Það er útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 1 Björn Þ. Sigbjörnsson sem er fyrir svörum.
Eftirminnilegasta jólagjöfin:
Ég hef fengið margar góðar og gagnlegar jólagjafir í gegnum tíðina, t.d. bækur, eldhúsáhöld og muni sem prýða heimilið. Ég hef líka fengið marga flíkina sem ég klæðist reglulega og akkúrat núna kemur upp í hugann jakki sem Ástríður eiginkona mín gaf mér fyrir nokkrum árum og er þeirrar náttúru að hann hentar hvernig sem viðrar. Svo gaf hún mér einu sinni forláta dræver sem ég sló með bæði langt og beint en hann brotnaði blessaður í sumar og ég græt ef ég hugsa um það (ekki lána ókunnugum golfkylfurnar ykkar!).
Uppáhalds jólahefð/ómissandi.
Við hjónin tókum upp á því fyrir 10-15 árum að skiptast á að sjá um jólamatinn. Þessu fylgir talsverð pressa; að fá hugmynd; fela aðföng; elda, og sjá hvort það hittir í mark. Hitt slakar á og lætur koma sér á óvart. Dæmið snýst svo við jólin á eftir. Hvað finnst þér miklvægast yfir hátíðarnar Jólakveðjurnar á Rás 1 á Þorláksmessu koma mér í jólaskap. Mér finnst líka mikilvægt að hlusta einu sinni á Svölu Björgvins syngja Ég hlakka svo til á mjög háum hljóðstyrk. Annars kýs ég rólegheit með mínu nánasta fólki, ég les og horfi á bíómynd eða tvær, borða mikið og drekk malt og appelsín og hugsa til genginna vina og ættingja.