27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
,,tel afgerandi niðurstöður benda til þess að okkar félagsmenn séu ánægðir með samninginn" segir formaður FVSA
Nú á hádegi lágu niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) fyrir. Báðir samningar voru samþykktir með miklum meirihluta.
Eiður Stefánsson, formaður FVSA, segist ánægður með kjörsókn félagsmanna. Kjörsókn var ríflega 27% um samninginn við Samtök atvinnulífsins og kusu ríflega 90% með honum. Kjörsókn um samninginn við Félag atvinnurekenda var tæplega 45% og kusu öll með samningnum einróma.
„Við höfum fundið fyrir áhuga um niðurstöðurnar núna á lokasprettinum og tel ég góða kjörsókn og afgerandi niðurstöður benda til þess að okkar félagsmenn séu ánægðir með samninginn. Um er að ræða skammtímasamning sem veitir afturvirka kjarabót sem ég tel að skipti okkar fólk miklu máli. Auk þess veitir þetta okkur sem standa að samningunum rými til þess að vinna að langtímasamningi sem tekur við að þessum“ segir Eiður að lokum.